fbpx
Laugardagur 30.ágúst 2025
Pressan

Amman á 25 ára fangelsi yfir höfði sér – Kennir Ozempic um stjórnlausa hegðun

Pressan
Föstudaginn 29. ágúst 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er mjög óvenjuleg vörn,” sagði Laura Fennell, lögmaður 59 ára konu í Wongawilli í Ástralíu, í dómsal á dögunum.

Konan sem um ræðir er ákærð fyrir að hafa ráðist með hníf á 27 ára tengdadóttur sína og tíu ára barnabarn í júnímánuði. Konan, sem ekki er nafngreind af lagalegum ástæðum, hefur setið í gæsluvarðhaldi síðan og er mál hennar nú fyrir dómi í Nýju Suður-Wales.

Málsvörn konunnar þykir nokkuð óhefðbundin en hún heldur því fram að þyngdarstjórnunarlyfið Ozempic hafi gert það að verkum að hún missti alla stjórn á sér þennan örlagaríka dag.

Tengdadóttir konunnar var að skutla 10 ára syni sínum á júdóæfingu þegar amman veitti bifreiðinni eftirför. Tengdadóttir konunnar stöðvaði bifreið sína og skipti engum togum að amman stakk hana í kviðinn áður en hún veitti drengnum áverka á háls með hnífnum.

Konan grét þegar dómari synjaði henni um lausn gegn tryggingu í gærmorgun. Á konan yfir höfði sér allt að 25 ára fangelsisdóm vegna málsins. Meiðslin á fórnarlömbum árásarinnar voru sem betur fer ekki lífshættuleg en drengurinn dvaldi í tvo daga á sjúkrahúsi eftir árásina og móðir hans í fjóra daga.

Samkvæmt verjanda hafði konan glímt við þunglyndi í rúmlega 25 ár og átti engan sakaferil að baki.

Þó að vörnin virðist nokkuð langsótt í fljótu bragði er þess getið í frétt ABC í Ástralíu að réttargeðlæknir hafi gefið skýrslu fyrir dómi. Niðurstaða hans hafi verið sú að fyrri geðheilbrigðisvandamál konunnar gætu gert hana „viðkvæmari fyrir aukaverkunum“ lyfsins.

„Sérfræðilæknirinn telur að lyfið hafi hugsanlega haft áhrif á efnaskipti hennar og gert hana móttækilegri fyrir ofbeldishegðun,“ sagði dómarinn og vitnaði í skjöl málsins. Tók hann þó fram að réttargeðlæknirinn hefði ekki vísað í neinar rannsóknar sem tengdu Ozempic við ofbeldisfulla hegðun. Bætti dómari við að ákæruvaldið þyrfti að fá eigin sérfræðing til að leggja mat á málið og það muni taka tíma.

Í skýrslutöku hjá lögreglu sagðist konan ekki hafa hugmynd um hvers vegna hún gerði það sem henni er gefið að sök. Sagði hún að eitthvað hafi gripið hana til að ráðast á þau. Dómarinn taldi að konan gæti ógnað öryggi annarra og synjaði því beiðni um lausn gegn tryggingu. Málið verður tekið fyrir að nýju í október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn

Eltihrellir í tveggja ára fangelsi – Hringdi 37.000 sinnum í vinnufélaga sinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn

Yfirgaf konu og börn og sviðsetti eigin dauða – Dómari sýndi honum enga miskunn
Pressan
Fyrir 3 dögum

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar

Melania Trump leiðir átak í kennslu gervigreindar
Pressan
Fyrir 3 dögum

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds

Karlmenn í þessum atvinnugreinum eru líklegri til framhjáhalds