fbpx
Þriðjudagur 26.ágúst 2025
Pressan

Bók Virginia Giuffre kemur út eftir andlát hennar – Endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar

Pressan
Þriðjudaginn 26. ágúst 2025 03:14

Virginia Giuffre

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hún kom fram í fjölda viðtala, var margoft yfirheyrð og mætti fyrir dóm og skýrði frá erfiðri æsku, örlagaríkum degi þegar hún hitti Ghislaine Maxwell og lífinu sem kynlífsþræll. Á endanum gat hún ekki meira meira og tók eigið líf. En það þýðir ekki að sögu hennar sé lokið því fljótlega koma endurminningar hennar út.

Hún flúði erfiðar heimilisaðstæður og endaði í faðmi sem hún taldi að myndi verða vendipunktur í lífi hennar. En þetta fang tilheyrði Ghislaine Maxwell og úr varð ný barátta fyrir Virginia, barátta sem kostaði hana að lokum lífið.

Hún er ein umtalaðasta manneskjan í sögunni um barnaníðinginn Jeffrey Epstein.

Nú heldur barátta hennar áfram, að henni látinni, þegar endurminningar hennar koma út í október. Bókin snýst að miklu leyti um líf hennar sem kynlífsþræll Epstein.

Erfið æska

Virginia fæddist í Kaliforníu 1983 og flutti til Flórída með fjölskyldu sinni þegar hún var fjögurra ára.

Í fjölda viðtala lýsti hún erfiðri æsku og kynferðislegri misnotkun sem hún varð fyrir 11 ára gömul af hendi fjölskylduvinar. Hún byrjaði að reykja hass 12 ára og fór að skrópa úr skóla. 13 ára bjó hún hjá nokkrum fósturfjölskyldum og endaði á götunni 14 ára.

Á unglingsárunum komst hún aftur í samband við föður sinn, sem starfaði hjá Donald Trump í Mar-a-Lago í Flórída. Virginia fékk vinnu þar og dreymdi um að verða nuddari.

Dag einn hafði kona ein samband við hana og bauð henni í atvinnuviðtal vegna starfs sem nuddari hjá auðugum kaupsýslumanni.

Þessi kona heitir Ghislaine Maxwell.

Virginia sagðist hafa haldið að hún væri að fara í atvinnuviðtal en þess í stað hafi hún hitt Jeffrey Epstein, sem lá nakinn, og hafi Maxwell sagt henni hvernig hún ætti að nudda hann.

„Þau virtust vera ágætt fólk svo ég treysti þeim og sagði þeim að líf mitt hefði verið mjög erfitt fram að þessu, að ég hefði verið á flótta, að ég hefði verið misnotuð kynferðislega, misnotuð líkamlega. Þetta var það versta sem ég gat sagt þeim, því með þessu vissu þau hversu viðkvæm ég var,“ sagði hún í samtali við BBC.

Þarna hófst nýr kafli í lífi hennar, tími þar sem hún var kynlífsþrætt Epstein sem seldi einnig aðgang að líkama hennar.

„Þetta byrjaði með einum og síðan urðu þeir tveir og koll af kolli. Áður en ég vissi af var ég lánuð til stjórnmálamanna, háskólamanna og konungborinna,“ sagði hún í viðtali við Miami Herald.

Hún gerði sátt við Epstein 2009 og greiddi hann henni 500.000 dollara í bætur.

Epstein var síðar ákærður fyrir mansal og kynferðislegt ofbeldi gagnvart fjölda barnungra stúlkna. Hann svipti sig lífi í fangelsi 2019 þegar hann beið þess að réttarhöldin hæfust. Maxwell var dæmd í 20 ára fangelsi fyrir sinn þátt í málinu.

Andrés prins

Virginia barðist fyrir réttlæti sér til handa og fyrir önnur fórnarlömb í Epstein-málinu. Hún kom margoft fram í fjölmiðlum og var ósjaldan umfjöllunarefni þeirra.

Ekki síst þegar hún skýrði frá því að hún hefði ítrekað verið neydd til kynlífs með Andrési Bretaprins þegar hún var aðeins 17 ára. Andrés er bróðir Karls konungs.

Andrés hefur alltaf neitað þessu en 2022 gerði hann sátt við Virginia vegna málsins. Í kjölfarið var hann sviptur heiðursorðum sínum frá hernum og neyddur til að láta af störfum sem verndari hinna ýmsu samtaka.

Virginia tók eigið líf þann 25. apríl síðastliðinn. Í yfirlýsingu frá ættingjum hennar kom fram að hún hafi verið „öflugur hermaður í baráttunni gegn kynferðislegri misnotkun“ og að „afleiðingar misnotkunarinnar hafi að lokum orðið óbærilegar“. Hún varð 41 árs.

Hún lést í Ástralíu þar sem hún bjó síðustu æviárin með eiginmanni sínum og þremur börnum.

Áður en hún lést lauk hún við að skrifa endurminningar sínar í samvinnu við rithöfundinn og blaðamanninn Amy Wallace. Bókin heitir „Nobody‘s Girl: A Memoir of Surviving Abuse and Fighting for Justice“ og kemur út 21. október.

Ef ein­stak­ling­ar glíma við sjálfs­vígs­hugs­an­ir er bent á Hjálp­arsíma Rauða kross­ins 1717 og netspjall Rauða krossins 1717.is. Opið allan sólarhringinn. Einnig má hafa sam­band við Píeta-sam­tök­in sem veita ókeyp­is ráðgjöf í síma 552-2218, allan sólarhringinn. Netspjall Heilsuveru þar sem svarar hjúkrunarfræðingur er líka opið frá kl.8-22 alla daga. Fyrir þau sem misst hafa ástvin í sjálfsvígi má fá stuðning í sorg hjá Sorgarmiðstöð og hjá Pieta samtökunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum

Þess vegna verður þú að hætta að vaska upp í höndum
Pressan
Í gær

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina

Sérfræðingur í fæðuöryggi segir að hér megi aldrei geyma mjólkina
Pressan
Fyrir 2 dögum

14. maí 1948 – Dagurinn sem gjörbreytti Miðausturlöndum

14. maí 1948 – Dagurinn sem gjörbreytti Miðausturlöndum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hjúkrunarfræðingur segir þetta þrennt merki um að fólk eigi innan við sólarhring ólifaðan

Hjúkrunarfræðingur segir þetta þrennt merki um að fólk eigi innan við sólarhring ólifaðan
Pressan
Fyrir 4 dögum

Keypti sér köngulær – Þær urðu honum að bana

Keypti sér köngulær – Þær urðu honum að bana
Pressan
Fyrir 4 dögum

Breskur tölvuleikjaspilari horfði á þegar vinkona hans var myrt í beinni útsendingu

Breskur tölvuleikjaspilari horfði á þegar vinkona hans var myrt í beinni útsendingu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa

Kalla 60.000 varaliðshermanna til starfa í tengslum við nýja sókn á Gasa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum

Múslimar verða sektaðir ef þeir missa af föstudagsbænum