Pam Bondi, dómsmálaráðherra, skýrði frá þessu í færslu á samfélagsmiðlinum X og skrifaði: „Ég var að fá tilkynningu um að hinn grunaði hafi starfað í dómsmálaráðuneytinu, það gerir hann ekki lengur.“
Hún sagði einnig að viðkomandi hafi ekki bara verið rekinn úr starfi, einnig sé verið að rannsaka hvort hann hafi gerst sekur um ofbeldisverk.
Hinn brottrekni heitir Sean Dunn og er 37 ára. Hann starfaði í refsiréttardeild ráðuneytisins.
Handtaka Dunn og ásakanirnar í hans garð hafa vakið mikla athygli af því að Donald Trump hefur fjölgað lögreglumönnum mjög mikið í Washington D.C. og sent þjóðvarðliða þangað. Ástæðan er að Trump telur að glæpatíðnin í höfuðborginni sé komin út yfir öll velsæmismörk en þar hefur hann nú ekki rétt fyrir (eins og svo oft áður) því glæpum hefur fækkað mikið í borginni á síðustu árum.
Dunn er sagður hafa gengið að landamæraverði, sem var við störf í borginni, og hafi kallað hann fasista og öskrað: „Ég vil ekki hafa ykkur í borginni minni“ og síðan hafi hann kastað samlokunni.