fbpx
Þriðjudagur 19.ágúst 2025
Pressan

Heitustu nætur sögunnar í Miðausturlöndum

Pressan
Þriðjudaginn 19. ágúst 2025 06:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hitabylgja hefur herjað á Miðausturlönd að undanförnu og í síðustu viku féllu hitamet í Ísrael og Jórdanínu þegar hitinn fór ekki niður 35 og 36 gráður að næturlagi.

Það var aðfaranótt mánudags sem hitinn fór ekki niður fyrir 35 gráður í nokkrum hlutum Jórdaníu. Aðfaranótt þriðjudags fór hitinn ekki niður fyrir 36 gráður í Sedom í Ísrael.

The Guardian skýrir frá þessu og segir að aldrei hafi næturhitinn mælst svona hár í löndunum síðan mælingar hófust.

Loftslagsvísindamaður í Amman í Jórdaníu sagði að það að vera í svona miklum hita sé „eins og að ganga í gufubaði“.

Læknar segja að hár næturhiti komi í veg fyrir að líkami fólks geti hvílt sig eftir átök dagsins og þetta eigi sinn þátt í mörgum andlátum. Þetta sé vanmetinn þáttur.

Hitinn að degi til var einnig mjög hár í síðustu viku. Hann fór í 49,7 gráður á hinum hertekna Vesturbakka.

Í Aqaba, sem er hafnarborg við Rauðahaf, var hitametið í Jórdaníu slegið þegar hitinn fór í 49,6 gráður.

Heilbrigðisráðherrar í mörgum löndum í Miðausturlöndum hafa hvatt fólk til að halda sig í skugga og drekka mikið vatn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð

Fjölkært samband miðaldra hjóna endaði með hreinni viðurstyggð
Pressan
Í gær

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum

Félagsráðgjafinn lifði einmanalegu lífi – Ótrúlegt leyndarmál hans var afhjúpað að honum látnum
Pressan
Í gær

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?

Eru hótelherbergi alltaf jafn hrein og fullyrt er? Hvað segja hótelstarfsmenn?
Pressan
Í gær

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega

Ónæmi gegn ofurbakteríum getur kostað 220 milljarða árlega
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum

Fólk sem nær 100 ára aldri á margt sameiginlegt – Þar á meðal að þjást af færri sjúkdómum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök

Átt þú grautfúlan kött? Það gæti verið þín sök