Það eru auðvitað ekki ný tíðindi að unglingar eru margir hverjir með kynlíf á heilanum og það sést vel á breytingunum í Bretlandi í kjölfar þess að byrjað var að krefja notendur klámsíðna um staðfestingu á aldri þeirra.
BBC segir að eftir að reglurnar tóku gildi, þær kveða á um að notendur verða að vera orðnir 18 ára og að þeir verði að staðfesta það, þá hefur heimsóknum Breta á vinsælustu klámsíðurnar fækkað um tæplega helming.
En þetta segir kannski ekki alla söguna og ýmislegt bendir til að reglurnar hafi ekki þau áhrif sem stefnt var að.
Frá 24. júlí til 8. ágúst fækkaði heimsóknum Breta á vefsíður Pornhub og Xvideo um 47%. Heimsóknum á OnlyFans fækkaði um 10%.
Fyrstu níu daga ágúst mánaðar, fækkaði daglegum heimsóknum Breta á klámsíður um 1,2 milljónir að meðaltali.
En það er ekki minni áhugi á klámi sem veldur því að heimsóknatölunar hafa lækkað, það eru auðvitað nýju lögin um aldursstaðfestingu. Þeim er ætlað að vernda börn og ungmenni fyrir skaðlegu efni á borð við klám, átröskun, sjálfsskaða og sjálfsvíg.
Þess vegna verða graðir netnotendur, ungir sem gamlir, nú að staðfesta aldur sinn með kreditkorti, skilríkjum með mynd eða sjálfsmynd þegar þeir vilja fá aðgang að klámsíðum.
Daginn sem nýju lögin tóku gildi, voru VPN öpp þau öpp sem var mest hlaðið niður í appverslunum Apple í Bretlandi.
VPN gerir notandanum kleift að leyna staðsetningu sinni með því að láta líta út fyrir að hann sé í öðru landi en hann er í raun í. Þannig getur notandi breytt staðsetningu sinni úr Bretlandi yfir í Danmörku og þannig fengið aðgang að klámsíðum án þess að þurfa að sanna aldur sinn. Það er líklega það sem heftur gerst í Bretlandi frá því að nýju lögin tóku gildi.