fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Pressan

Þriggja ára lifaði af fall frá átjándu hæð

Pressan
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 03:44

Myndin tengisti fréttinni ekki beint. Mynd/Solarpix

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þriggja ára kínverskur drengur lifði af fall af átjándu hæð fjölbýlishúss í Zhejiang í Hangzhou-héraðinu um miðjan júlí.

Drengurinn var í pössun hjá afa sínum og ömmu þegar þetta gerðist. Um miðjan daginn héldu þau að hann væri sofandi og brugðu sér frá til að versla í matinn. Þau læstu útidyrunum til að tryggja að drengurinn færi ekki neitt að sögn Jimu News.

En drengurinn vaknaði á meðan þau voru í burtu og fór inn á baðherbergi og klifraði upp á klósettið og út um ólæstan glugga og hrapaði til jarðar.

Íbúi fjölbýlishússins kom að drengnum liggjandi á jörðinni og tók mynd af honum og birti í samfélagsmiðlahópi fjölbýlishússins. Þá áttaði faðir drengsins sig á að sonur hans hafði dottið út um glugga.

Upptökur úr eftirlitsmyndavél sýna þegar drengurinn datt út um baðherbergisgluggann og stefndi til jarðar. Það varð honum til happs á niðurleiðinni að hann lenti á trjágreinum og síðan í runna á jörðu niðri.

Hann var strax fluttur á sjúkrahús. Hann handleggsbrotnaði, tognaði í baki og innri líffæri sködduðust en höfuð hans slapp alveg án áverka og hann missti aldrei meðvitund. Skömmu eftir að komið var með hann á sjúkrahúsið bað hann lækna um að „biðja pabba að kaupa Bumblebee“ leikfang fyrir sig. Kínverskir ríkisfjölmiðlar segja að drengurinn sé á batavegi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

FBI-maður nauðgaði þremur konum

FBI-maður nauðgaði þremur konum
Pressan
Í gær

Nakinn á Google Street View – Fær bætur

Nakinn á Google Street View – Fær bætur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Langur nætursvefn og langir blundar auka líkurnar á heilablóðfalli

Langur nætursvefn og langir blundar auka líkurnar á heilablóðfalli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vatn eða kolsýrt vatn? – Þetta er munurinn fyrir líkamann

Vatn eða kolsýrt vatn? – Þetta er munurinn fyrir líkamann
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum

Hvað er Tea? – App aðeins fyrir konur og notendurnir skipta miljónum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Fyrir 4 dögum

Svona oft á að þvo handklæði

Svona oft á að þvo handklæði
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins

Eitthvað undarlegt var undir rúmi konunnar – Reif gólffjalir upp og áttaði sig á alvarleika málsins