fbpx
Fimmtudagur 07.ágúst 2025
Pressan

Þekktur vísindamaður hengdur fyrir njósnir

Pressan
Fimmtudaginn 7. ágúst 2025 16:30

Vadi var hengdur eftir að hafa hlotið dauðadóm fyrir njósnir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Íran hafa tekið af lífi hátt settan kjarnorkuvísindamann sem dæmdur var fyrir njósnir fyrir Ísrael.

Vísindamaðurinn, Roozbeh Vadi, starfaði í kjarnorkustöð í landinu og var hann dæmdur fyrir að veita upplýsingar sem gerðu Mossad, leyniþjónustu Ísraels, kleift að myrða annan íranskan kjarnorkuvísindamann í júnímánuði í snörpum átökum við Ísrael og Bandaríkin.

Héldu saksóknarar því fram að Mossad-liðar hafi komist í kynni við Vadi í gegnum netið, hitt hann í Austurríki og greitt honum í rafmynt í skiptum fyrir háleynilegar upplýsingar.

ABC News greinir frá þessu og segir að leyniþjónustuaðgerðir Ísraelsmanna í sumar hafi náð djúpt inn í íranskt valdakerfi og orðið til þess að 40 hátt settir embættismenn voru drepnir á 12 daga tímabili í júní.

Aftaka vísindamannsins er sögð undirstrika alvarleika brotsins og áhyggjur íranskra yfirvalda af njósnum innan eigin raða.

Í frétt ABC kemur fram að eftir átökin í júní hafi írönsk stjórnvöld handtekið hundruð einstaklinga sem grunaðir eru um njósnir eða að ógna öryggi ríkisins.

Mannréttindasamtök hafa varað við því að ofsóknirnar beinist jafnvel að andófsfólki ekki síður en raunverulegum njósnurum. Íran segist hafa handtekið 20 manns tengda Ísrael og tekið af lífi 10 þeirra, þar á meðal Vadi, fyrir njósnir síðan stríðinu lauk. Mál Vadi var aðeins gert opinbert eftir að hann var hengdur á dögunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hann var talinn vera „gullegg“ leyniþjónustunnar – Nú hefur hæstiréttur gripið inn í með óvæntum hætti

Hann var talinn vera „gullegg“ leyniþjónustunnar – Nú hefur hæstiréttur gripið inn í með óvæntum hætti
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lestarslysið skelfilega í Åsta – Gáfu fólki deyfilyf áður en eldurinn náði því

Lestarslysið skelfilega í Åsta – Gáfu fólki deyfilyf áður en eldurinn náði því
Pressan
Fyrir 4 dögum

Geta hundar verið myrkfælnir?

Geta hundar verið myrkfælnir?
Pressan
Fyrir 4 dögum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum