fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Vatn eða kolsýrt vatn? – Þetta er munurinn fyrir líkamann

Pressan
Mánudaginn 4. ágúst 2025 19:30

Mynd:Wikimedia Commons

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vatn skiptir líkamann gríðarlega miklu máli og er undirstaða þess að við getum lifað. Fullorðnum er ráðlagt að innbyrða tvo til þrjá lítra daglega, sérstaklega þegar heitt er í veðri. Stundum veltir fólk fyrir sér hvort það sé í lagi að drekka kolsýrt vatn?

Kolsýrt vatn er yfirleitt framleitt í verksmiðjum en það er einnig hægt að finna slíkt vatn í náttúrulegum uppsprettum.

Þýski miðillinn Chip fjallaði um muninn á vatni og kolsýrðu vatni og bendir á að þegar talað er um neikvæð áhrif þess að drekka kolsýrt vatn, sé þrennt oft nefnt til sögunnar: Að það geti skaðað glerunginn, að kolsýran geti gert líkamann súran og að hún geti valdið brjóstsviða.

Fjöldi tannlækna hefur vísað því á bug að kolsýran geti skemmt glerunginn. Segja þeir að koltvísýringurinn vatninu sé CO2, sem við öndum einnig frá okkur, og skemmi því ekki tennurnar.

Hvað varðar það að líkaminn geti orðið súr við að drekka kolsýrt vatn, hefur verið bent á að koltvísýringur sé efni sem líkaminn þekki vel. Þegar þess er neytt í viðeigandi magni, brotni efni niður í maganum og því sé engin hætta á því að líkaminn súrni ef neyslunni er stillt í hóf.

Það getur komið fyrir að kolsýrt vatn valdi brjóstsviða því CO2-bobblurnar gera pirrað magann og vélindað. Rannsókn frá 2010 sýndi fram á að engar sannanir séu fyrir að kolsýrt vatn valdi bakflæði.

Rannsóknir hafa sýnt að kolsýrt vatn getur komið sér vel fyrir meltinguna og komið í veg fyrir hægðatregðu. Það er þó rétt að taka þessum niðurstöðum með fyrirvara því fáir þátttakendur voru í þessum rannsóknum og þær náðu aðeins yfir skamman tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum

Dýnur, kaffivélar og uppstoppað svínshöfuð – Ótrúlegustu hlutum er stolið frá lúxushótelum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google

Þess vegna er mikilvægt að eyða leitarsögunni í Google
Pressan
Fyrir 2 dögum

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg
Pressan
Fyrir 4 dögum

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð

Mánaðarlangri leit að höfði Julian lokið – Raunveruleikastjarna ákærð fyrir hrottalegt morð