fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Þegar dýr sátu á sakamannabekknum – Svín hengd, rottur dæmdar og hanar brenndir á báli

Pressan
Sunnudaginn 3. ágúst 2025 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í dag eru það menn sem svara til saka fyrir dómi en í Evrópu, á milli 1400 og 1700,  voru það líka dýr sem voru dregin fyrir dóm. Ekki nóg með að þau voru ákærð fyrir glæpi á borð við barnamorð og ýmiskonar eignaspjöll þá var þeim jafnvel úthlutað lögfræðingum til að verja sig. Voru dýr eins og svín, hanar, asnar og jafnvel rottur dæmd sek þá voru þau send í útlegð eða drepin.

Gyltan dæmd en grísirnir sluppu vegna „vegna ungs aldurs“

Eitt þekktasta dæmið um dómsmál gegn dýri átti sér stað í franska þorpinu Savigny árið 1457. Þar voru gylta og sex grísir hennar ákærð fyrir að hafa ráðist á barn og étið það. Gylltan var dæmd til dauða, en grísirnir voru sýknaðir „vegna ungs aldurs, slæmrar fyrirmyndar móður sinnar og skorts á sönnunargögnum“, að því er segir í seinni tíma heimild.

Teikning frá réttarhöldunum yfir gylltunni og grísum hennar

Á þeim tíma gengu svín laus í þorpum og voru þekkt fyrir að geta orðið hættuleg börnum. Í Normandí 1386 var annað svín hengt fyrir að hafa drepið barn í vöggu sinni. Var svínið klætt í hvít föt og var allur bærinn viðstaddur aftökuna.  Sumir bæjarbúar mættu jafnvel með sín eigin svín til að þau gætu dregið lærdóm af því að slæm hegðun hefði afleiðingar. Ekki fylgir sögunni hvort það tókst en að minnsta kosti eru ekki fleiri heimildir um morðóð svín í Normandí.

Yfirnáttúrulegur hani brenndur á báli

Árið 1474 í Basel var hani ákærður fyrir að verpa eggi, sem þótti yfirnáttúrulegt og mögulegt tákn um galdra. Þrátt fyrir að lögmaður hafi reynt að verja hanann fyrir dómi þá var kveðinn upp dauðadómur. Haninn var brenndur á báli og eggið með.

Þá þekktist það einnig að menn væru ákærðir með dýrum sínum. Árið 1750 var franskur bóndi, Jacques,  dæmdur til dauða fyrir að hafa stundað kynferðislegt samneyti við asna sinn. Asninn, sem var upphaflega líka ákærður fyrir hina ósæmilegu hegðun,  var hins vegar sýknaður eftir að vitni lýsti honum sem „hreinum og heilsteyptum einstaklingi“.

Rottur og mýs bannfærðar af kirkjunni

Ekki voru öll mál rekin í veraldlegum dómstólum. Kirkjulegir dómstólar tóku fyrir mál gegn meindýrum, sem þóttu vera í höndum Guðs frekar en manna.  Réttarhöld á ökrum eða engjum þekktust þar sem prestar bannfærðu mýs, snigla, engisprettur og aðra skaðvalda.

Í einu tilviki árið 1510 í Frakklandi voru nokkrar rottur ákærðar fyrir að eyðileggja uppskeru. Þegar þær mættu ekki fyri  dóm, hélt verjandi þeirra, Bartholomew Chassenée, því fram að þær væru of hræddar við kettina í bænum til að mæta. Dómarinn hafði ekkert svar við því og málið var fellt niður.

Þjónuðu ýmiskonar tilgangi

En hvers vegna í ósköpunum fóru menn þessa leið?

Fræðimenn benda á að dýraréttarhöld hafi þjónað ýmiskonar tilgangi. Þau voru leið til að viðhalda hinu guðlega samfélagi,  þar sem maðurinn stóð efst og dýrin neðar. Réttarhöldin eru sögð hafa gefið samfélaginu réttlætistilfinningu og jafnvel trúarlega uppörvun.

Sumir telja að kirkjur hafi nýtt sér málin til að hvetja fólk til að greiða tíund sína samviskusamlega. Fólk hafði séð mátt kirkjunnar þegar meindýrum var bölvað og þau bannfærð og þannig orðið fúsara til að borga.

Þó dýraréttarhöld hafi smám saman lagst af með upplýsingu og rökhyggju á 18. öld, þá hurfu þau ekki alveg. Árið 1906 var hundur í Sviss tekinn af lífi fyrir að hafa aðstoðað við rán. Árið 2008 var björn í Makedóníu dæmdur fyrir að stela hunangi var yfirvöldum gert að greiða skaðabætur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar

Víðtæk leit að manni sem grunaður er um að skjóta fjóra menn til bana á bar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“

Ghislaine Maxwell flutt í lágöryggisfangelsi með ýmsum fríðindum – „Þegar þú ferð á stað eins og Bryan, líður þér eins og þú sért í Disneylandi“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut