fbpx
Mánudagur 04.ágúst 2025
Pressan

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Pressan
Föstudaginn 1. ágúst 2025 07:30

Veiran hefur borist í mörg þúsund manns. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bandaríska smitsjúkdómastofnunin íhugar að vara við ferðum til Kína vegna fjölgunar tilfella hinnar banvænu chikungunya veiru í landinu. Í byrjun júlí greindist einn með veiruna en síðan er talan komin upp í 5.000.

Veiran berst  með moskítóflugum. Í Guangdong, héraði nærri Hong Kong, greindust tæplega 3.000 tilfelli í síðustu viku. 90 hafa látist af völdum veirunnar á þessu ári og 240.000 tilfelli hafa greinst í að minnsta kosti 16 löndum að sögn evrópsku smitsjúkdómastofnunarinnar.

Eins og fyrr sagði, þá berst veiran með moskítóflugum. Faraldrar hafa komið upp í Afríku, Ameríku, Asíu, Evrópu og eyjum í Indlandshafi og Kyrrahafi. Bandaríska smitsjúkdómastofnunin segir að hætta sé á að veiran berist til nýrra svæða með smituðum ferðamönnum.

Veiran getur orsakað hita og liðaverki en einnig höfuðverk, vöðvaverki, bólgur og útbrot. Í alvarlegustu tilfellum getur hún orðið fólki að bana eða valdið langvarandi fötlun.

Engin lyf eru til gegn veirunni og er fólki ráðlagt að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að forðast bit moskítóflugna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?

Gýs minna upp úr bjórdósinni ef slegið er á lok hennar áður en hún er opnuð?
Pressan
Í gær

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“

Þurfti að fara í flókna hjartaaðgerð eftir að hafa borðað poppkorn – „Dauðinn knúði dyra“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni

Slepptu gervigreind lausri í fyrirtæki – Forstjórinn fékk að finna fyrir henni
Pressan
Fyrir 3 dögum

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg

„Þetta er ákall um hjálp“ – Ítalskir bændur rukka ferðamenn fyrir göngu um vinsælan stíg