Hins vegar kom ekkert fram um hversu mikið land væri að ræða, hvað fólkið hafi ætlað að nota það eða annað. En það gefur ákveðna vísbendingu um fyrirhugaðan framgangsmáta að lögreglan lagði hald á 16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 byssuskot, 130 skothylkjageyma, fjóra nætursjónauka og hergögn.
CBC News skýrir frá þessu og segir að lögreglan segi hin handteknu vera „öfgasinna sem aðhyllast ákveðna hugmyndafræði“.
Jessica Davis, fyrrum sérfræðingur hjá kanadísku leyniþjónustunni og núverandi forstjóri ráðgjafafyrirtækisins Insight Threat Intelligence, sagði að magn skotvopna og skotfæra auk sprengjanna, segi henni að eitthvað stórt hafi verið í undirbúningi.
Camille Habel, talskona lögreglunnar, sagði að hugmyndafræðin, sem hin handteknu aðhyllast, sé yfirleitt tengd við vilja til að skapa nýtt samfélag.
Lögreglan segir að hin handteknu hafi ætlað að byggja upp einhverskonar hersveit til að takast á við yfirvöld. Hafði fólkið stundað hinar ýmsu æfingar, til dæmis skotæfingar og hvernig er best að haga fyrirsát, til að undirbúa sig undir átök.