fbpx
Laugardagur 02.ágúst 2025
Pressan

16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 skot og 130 skothylkjageymar og fernt handtekið

Pressan
Fimmtudaginn 31. júlí 2025 07:30

Frá Quebec.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í nýlegri tilkynningu frá kanadísku lögreglunni kom fram að fernt hafi verið handtekið, þar á meðal liðsmenn í kanadíska hernum, fyrir að hafa haft í hyggju að sölsa landi undir sig í Québec City og beita til þess valdi.

Hins vegar kom ekkert fram um hversu mikið land væri að ræða, hvað fólkið hafi ætlað að nota það eða annað. En það gefur ákveðna vísbendingu um fyrirhugaðan framgangsmáta að lögreglan lagði hald á 16 sprengjur, 83 skotvopn, 11.000 byssuskot, 130 skothylkjageyma, fjóra nætursjónauka og hergögn.

CBC News skýrir frá þessu og segir að lögreglan segi hin handteknu vera „öfgasinna sem aðhyllast ákveðna hugmyndafræði“.

Jessica Davis, fyrrum sérfræðingur hjá kanadísku leyniþjónustunni og núverandi forstjóri ráðgjafafyrirtækisins Insight Threat Intelligence, sagði að magn skotvopna og skotfæra auk sprengjanna, segi henni að eitthvað stórt hafi verið í undirbúningi.

Camille Habel, talskona lögreglunnar, sagði að hugmyndafræðin, sem hin handteknu aðhyllast, sé yfirleitt tengd við vilja til að skapa nýtt samfélag.

Lögreglan segir að hin handteknu hafi ætlað að byggja upp einhverskonar hersveit til að takast á við yfirvöld. Hafði fólkið stundað hinar ýmsu æfingar, til dæmis skotæfingar og hvernig er best að haga fyrirsát, til að undirbúa sig undir átök.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“
Pressan
Í gær

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut

Norður-Kórea útilokar afkjarnavopnun og skorar á Bandaríkin að sætta sig við orðinn hlut
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina

Skothelt þynnkuráð fyrir helgina
Pressan
Fyrir 3 dögum

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks
Pressan
Fyrir 4 dögum

Hrollvekjandi uppljóstranir skekja heilagan bæ

Hrollvekjandi uppljóstranir skekja heilagan bæ
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drama á skemmtiferðaskipi – Stakk skipsfélaga sinn og stökk í sjóinn

Drama á skemmtiferðaskipi – Stakk skipsfélaga sinn og stökk í sjóinn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir játar að hafa banað tveggja ára dóttur sinni sem fannst í tjörn

Móðir játar að hafa banað tveggja ára dóttur sinni sem fannst í tjörn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Leitin að morðingja í Devil’s Den hert – Sex tímar liðu þar til almenningur var varaður við

Leitin að morðingja í Devil’s Den hert – Sex tímar liðu þar til almenningur var varaður við