fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Pressan

Sagðist með áralöngu framhjáhaldi hafa ýtt eiginkonunni út í sjálfsvíg – Sannleikurinn var enn verri

Pressan
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 22:30

Angela og James Craig. Skjáskot/Youtube.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tannlæknir á fimmtugsaldri, James Craig að nafni, var fyrr í kvöld, að íslenskum tíma, sakfelldur af kviðdómi í Colorado í Bandaríkjunum fyrir að myrða eiginkonu sína, Angela Craig. Strax í kjölfarið dæmdi dómari hann í lífstíðarfangelsi án möguleika á reynslulausn. Málsvörn James Craig var sú að eiginkona hans hefði alls ekki verið myrt. Hún hefði ekki séð aðra leið en að taka eigið líf þar sem eiginmaðurinn hefði reglulega haldið framhjá henni megnið af þeim 23 árum sem þau voru saman.

Craig eitraði fyrir konu sinni sem lést í mars 2023. Hann setti blásýru, efni sem má finna í augndropum í próteinhristinga Angelu og einnig arsenik í lyf sem hún tók inn.

Á meðan málið var til rannsóknar og Craig sat í varðhaldi reyndi hann að fá samfanga sinn til að myrða rannsóknarlögreglumann sem var með málið á sinni könnu. Hann var einnig ákærður fyrir það og sakfelldur.

Sjálfsvíg vegna stöðugs framhjáhalds

Angela var 43 ára þegar hún lést en James er tveimur árum eldri. Fram kemur í umfjöllun bandarískra fjölmiðla að James Craig sé faðir sex barna en ekki kemur skýrt fram hvort hann hafi átt þau öll með Angelu. Hann játaði að hafa haldið framhjá Angelu reglulega nær allan tímann í þau 23 ár sem þau voru saman. Lögmaður hans sagði að Angela hefði verið svo örvæntingarfull að hún hefði ekki séð aðra leið út úr þessu ástandi en að taka eigið líf.

„Hann bugaði hana, sál hennar og hjarta,“ sagði lögmaðurinn við kviðdóminn.

Angela lést þremur dögum eftir að hún var lögð inn á spítala. Réttarmeinafræðingur komst að þeirri niðurstöðu að hún hefði látist af völdum eitrunar, nánar til tekið blásýru, tetrahýdrósólíns, sem er efni sem finna má í augndropum, og arseniks.

Við rannsókn málsins kom í ljós að Craig hafði leitað að upplýsingum á netinu um meðal annars hvort arsenik greindist við krufningu. Einnig pantaði hann efnið kalíumsýaníð sem í daglegu tali er kallað blásýra.

Ekki með skilnað á bakinu

Saksóknarar sögðu ástæðuna fyrir morðinu hafa verið þá að Craig hafi viljað losna úr hjónabandinu án þess þó að hafa það í farteskinu að vera fráskilinn. Sömuleiðis hafi hann viljað komast yfir fjármuni Angelu.

Lögmenn Craig sögðu engar sannanir vera fyrir því að hann hefði sett eiturefnin í próteinhristinga eiginkonunnar enda hafi hún yfirleitt útbúið þá sjálf.

Áður en Angela var lögð inn á spítala í síðasta sinn hafði hún farið á sjúkrahús þrisvar á síðustu 10 dögunum á undan. Hún var með ýmis einkenni sem læknar fundu ekki skýringu á.

Í febrúar 2023 kynntist Craig konu að nafni Karin Cain á ráðstefnu tannlækna. Þau hófu þegar ástarsamband og fljótlega fór hann að leita að ýmsum upplýsingum á netinu til að auðvelda sé að losna við eiginkonuna. Meðal annars kannaði hann hvernig ætti að láta morð líta út eins og hjartaáfall og hversu stór skammtur af tetrahýdrósólíni þyrfti að vera til að reynast banvænn.

Tveir dagar

Tveimur dögum eftir að arsenik sem hann pantaði barst honum drakk Angela próteinhristing sem eiginmaðurinn útbjó handa henni. Hún leitaði í kjölfarið til læknis vegna vanlíðanar. Angela gekkst undir ýmsar rannsóknir en ekkert fannst að henni og var hún í kjölfarið send heim. Hún leitaði aftur til læknis daginn eftir en var aftur send heim.

Daginn eftir þetta pantaði Craig blásýruna og keypti 12 pakka af augndropum. Daginn eftir það drakk Angela próteinhristing og fór hratt versnandi. Hún var lögð inn á sjúkrahús og var þar í fimm daga. Mikið magn arseniks fannst í blóði hennar.

Daginn eftir að hún kom af spítalanum gaf systir hennar, að beiðni Craig, Angelu lyf við sýkingu í ennisholum. Hann hafði hins vegar blandað blásýru saman við lyfið. Angela tók lyfið og strax í kjölfarið versnaði henni á ný og var flutt aftur á spítala. Líðan hennar fór hratt versandi og hún lést þremur dögum síðar.

Ég vil fá mömmu

Eftir að hann var sakfelldur en áður dómurinn var kveðinn upp fengu fjölskyldumeðlimir eins og algengt er í Bandaríkjunum að ávarpa Craig.

Sonur hjónanna virtist hafa blendar tilfinningar. Hann viðurkenndi að honum hefði oftast ekki samið vel við móður sína en þeim hefði þótt vænt hvoru um annað og málið hefði reynst honum erfitt.

Systkini Angelu sögðu að þeim hefði strax grunað að mágur þeirra hefði myrt hana. Hann hefði brugðist trausti þeirra og í raun hafi systir þeirra átt að hafa skilið við hann fyrir löngu eftir allt framhjáhaldið en hún hafi verið svo góð og kærleiksrík og viljað halda hjónabandinu lifandi. Hvöttu þau Craig til að játa glæp sinn.

Þegar kom að tveimur dætrum hjónanna brast Craig í grát þegar önnur þeirra, sem er 21 árs gömul, sagði meðal annars, með grátstafinn í kverkunum:

„Ég vil fá mömu mína. Ég vil ekkert meira en að fara heim í lok dags og faðma hana.“

Eldri dóttir hjónanna var hins vegar afar harðorð:

„Ég átti að geta treyst föður mínum. Hann átti að vera hetjan mín en í staðinn verður hann alltaf illmenni fyrir mér.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“

Segir Trump hafa skitið í heyið með tollasamningi við Evrópusambandið – „Ekkert annað en skattahækkun“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda

Sextugur framhaldsskólakennari sviptur réttindum eftir ástarsamband við nemanda
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana

Hundurinn sleikti hana – Það varð henni að bana
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullt hvarf ungs Breta á Tenerife

Dularfullt hvarf ungs Breta á Tenerife
Pressan
Fyrir 3 dögum

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“

Ríkasti maður Noregs setur húsið sitt í Lundúnum á sölu – „Bretland er farið til helvítis“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dróst inn í MRI-skanna og lést – Var með 9 kílóa keðju á sér

Dróst inn í MRI-skanna og lést – Var með 9 kílóa keðju á sér