fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Pressan

Gagnrýnir nýtt trend á Internetinu – Getur haft alvarleg áhrif á andlega heilsu fólks

Pressan
Miðvikudaginn 30. júlí 2025 03:12

Sophia Kleinherne

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íþróttastjörnur hafa oft á tíðum verið hlutgerðar, gerðar að kynferðislegum táknum sem eru ekki aðeins dæmdar út frá árangri á keppnisvellinum, heldur einnig út frá útliti þeirra.

Nú hefur nýtt trend á Internetinu lyft þessu í nýjar hæðir. Norska ríkisútvarpið segir að þetta snúist um að fólk sé farið að meta hvort það myndi vilja vera með þeirri stjörnu sem er til umfjöllunar hverju sinni. Þetta er kallað ”Smash or pass” og fer einna mest mikið fyrir þessu á TikTok.

Knattspyrnukonan Sophia Kleinherne tjáði sig nýlega um þetta og gagnrýndi þetta trend og að hún og aðrir séu dæmdir út frá því. Hún segir að það eigi frekar að dæma hana út frá frammistöðu hennar á knattspyrnuvellinum.

„Ég er auðvitað ekki aðdáandi þess að íþróttafólk, sem stendur sig mjög vel, bæði andlega og líkamlega, sé aðeins dæmt út frá útliti þess,“ sagði hún.

Kleinherne spilar með liði Wolfsburg í Þýskalandi.

Norski sálfræðingurinn Stine Marie Hafstad ræddi við Norska ríkisútvarpið um málið og tók undir orð Kleinherne.

Hún sagði að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir það íþróttafólk sem lendir í „Smash or pass“ myndböndunum.

„Þetta er óheillavænleg þróun sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir andlega heilsu bæði þess sem rætt er um og hjá öðrum. Í versta falli getur þetta valdið lystarstoli eða öðrum andlegum sjúkdómum,“ sagði hún.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 6 dögum

Afbrotafræðingur myrti fjóra háskólanema á meðan þeir sváfu og neitar að útskýra hvers vegna – Aðstandendur láta hann heyra það

Afbrotafræðingur myrti fjóra háskólanema á meðan þeir sváfu og neitar að útskýra hvers vegna – Aðstandendur láta hann heyra það
Pressan
Fyrir 1 viku

Verjandi Jeffrey Epsteins látinn

Verjandi Jeffrey Epsteins látinn