Nú hefur nýtt trend á Internetinu lyft þessu í nýjar hæðir. Norska ríkisútvarpið segir að þetta snúist um að fólk sé farið að meta hvort það myndi vilja vera með þeirri stjörnu sem er til umfjöllunar hverju sinni. Þetta er kallað ”Smash or pass” og fer einna mest mikið fyrir þessu á TikTok.
Knattspyrnukonan Sophia Kleinherne tjáði sig nýlega um þetta og gagnrýndi þetta trend og að hún og aðrir séu dæmdir út frá því. Hún segir að það eigi frekar að dæma hana út frá frammistöðu hennar á knattspyrnuvellinum.
„Ég er auðvitað ekki aðdáandi þess að íþróttafólk, sem stendur sig mjög vel, bæði andlega og líkamlega, sé aðeins dæmt út frá útliti þess,“ sagði hún.
Kleinherne spilar með liði Wolfsburg í Þýskalandi.
Norski sálfræðingurinn Stine Marie Hafstad ræddi við Norska ríkisútvarpið um málið og tók undir orð Kleinherne.
Hún sagði að það geti haft alvarlegar afleiðingar fyrir það íþróttafólk sem lendir í „Smash or pass“ myndböndunum.
„Þetta er óheillavænleg þróun sem getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir andlega heilsu bæði þess sem rætt er um og hjá öðrum. Í versta falli getur þetta valdið lystarstoli eða öðrum andlegum sjúkdómum,“ sagði hún.