fbpx
Mánudagur 28.júlí 2025
Pressan

Dróst inn í MRI-skanna og lést – Var með 9 kílóa keðju á sér

Pressan
Mánudaginn 28. júlí 2025 07:32

MRI skanni. Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kevin McAllister, 61 árs bandarískur maður, lést nýlega þegar hann dróst inn í MRI-skanna á sjúkrahúsi í New York. Eiginkona hans segir að hann hafi verið með 9 kílóa æfingakeðju um hálsinn þegar þetta gerðist.

Adreienne Jones-McAllister sagði í samtali við News 12 Long Island að hún hafi verið í skannanum á Nassau Open MRI clinic þegar Kevin gekk inn í rýmið með 9 kílóa málmkeðju um hálsinn. Hið sterka segulsvið skannans dró hann umsvifalaust að tækinu.

Adrienne sagðist hafa verið á skannabekknum þegar hún kallaði á Kevin og bað hann um að koma og hjálpa sér niður. Hann hafi þá gengið inn í rýmið með keðjuna um hálsinn en hana notaði hann til æfinga að hennar sögn.

„Ég sá að hann snerist við og tækið dró hann inn í sig. Hann dó í örmum mínum,“ sagði hún.

Hún sagði að Kevin hafi fengið nokkur hjartaáföll eftir að hann var losaður úr tækinu og var hann síðar úrskurðaður látinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Í mál við vinnuveitanda út af kynþáttamismunun – Sneru sólbrún til baka úr óleyfilegu sumarfríi og voru rekin

Í mál við vinnuveitanda út af kynþáttamismunun – Sneru sólbrún til baka úr óleyfilegu sumarfríi og voru rekin
Pressan
Fyrir 1 viku

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“

Lögreglan bjargaði 21 barni frá hjónum sem eignuðust þau með staðgöngumæðrun – „Lyktar af mansali“