Adreienne Jones-McAllister sagði í samtali við News 12 Long Island að hún hafi verið í skannanum á Nassau Open MRI clinic þegar Kevin gekk inn í rýmið með 9 kílóa málmkeðju um hálsinn. Hið sterka segulsvið skannans dró hann umsvifalaust að tækinu.
Adrienne sagðist hafa verið á skannabekknum þegar hún kallaði á Kevin og bað hann um að koma og hjálpa sér niður. Hann hafi þá gengið inn í rýmið með keðjuna um hálsinn en hana notaði hann til æfinga að hennar sögn.
„Ég sá að hann snerist við og tækið dró hann inn í sig. Hann dó í örmum mínum,“ sagði hún.
Hún sagði að Kevin hafi fengið nokkur hjartaáföll eftir að hann var losaður úr tækinu og var hann síðar úrskurðaður látinn.