Maður, 76 ára, handtekinn grunaður um að hafa skotið leigubílstjóra í New York eftir deilur um 40 dollara fargjald.
Joseph Meeks, 76 ára, hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps eftir að hafa sært 27 ára leigubílstjórann Alusine Barrie. Meeks var handtekinn og fullyrða yfirvöld að hann hafi skotið og sært leigubílstjórann í New York vegna ágreinings um fargjald.
Meeks er sakaður um að hafa skotið eigubílstjórann í kviðinn rétt eftir klukkan 16:30 mánudaginn 14. júlí í Highbridge-hverfinu í Bronx, sagði lögreglan í New York í yfirlýsingu.
Greina yfirvöld frá að skotárásin hafi átt sér stað eftir að Meeks neitaði að greiða 40 dala fargjaldið. Meeks hafði að sögn notað fjögur mismunandi kreditkort til að greiða fyrir ferðina, en ekkert þeirra virkaði að sögn Fernando Mateo, talsmanns Leigubílstjórasambands New York-fylkis.
Rifrildi braust út meðal Meeks og Barrie og stigu báðir út úr leigubílnum. Þegar Barrie steig aftur inn í bílinn skaut Meeks hann. Sjúkraflutningamenn fluttu Barrie á sjúkrahús í stöðugu ástandi. Meeks flúði til heimilis síns, sem var nálægt vettvangi, og var hann handtekinn stuttu síðar.
Ekki liggur fyrir hvort hann hafi játað.
„Þessi ungi maður hefur því miður þurft að berjast fyrir lífi sínu vegna tilgangslaus og algjörlega óásættanlegs ofbeldisverknaðar,“ sagði David Do, yfirmaður leigubíla- og lúxusbílanefndarinnar, í yfirlýsingu. „Við erum þakklát fyrir að ástand hans sé stöðugt og höfum boðið honum stuðning. Við þökkum einnig lögreglunni í New York sem handtóku gerandann fljótt.“