fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Pressan

Fékk móral eftir að hann drap eiginkonuna svo hann fór og stakk fyrrverandi konu sína 22 sinnum

Pressan
Föstudaginn 18. júlí 2025 22:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Timothy Taylor hefur játað að hafa orðið fyrrverandi eiginkonu sinni, Tishawn Folkes-Taylor, að bana árið 2023. Málið hefur vakið töluverða athygli út af þeirri skýringu sem hann gaf lögreglu á morðinu.

Þegar Timothy kom að heimili fyrrverandi konu sinnar og móður tveggja barna hans var hann á flótta. Hann var eftirlýstur í tengslum við morðið á þáverandi eiginkonu hans, Theresu Gregg. Ákæruvaldið í Schenectady, sem er borg í New York, sagði í yfirlýsingu vegna málsins:

„Taylor sagði rannsóknarlögreglumönnum að eftir að hann myrti þáverandi eiginkonu sína hafi hann fengið samviskubit svo hann vissi þá að hann yrði að leggja leið sína til Schenectady til að myrða fyrrverandi eiginkonu sína því hann lagði mikla fæð á hana og samkvæmt hans orðum átti hún, ólíkt fyrra fórnarlambinu, skilið að deyja“.

Þar sem Timothy hefur játað á hann yfir höfði sér allt að lífstíðar fangelsi en hann bíður þess enn að vera ákærður fyrir morðið á þáverandi eiginkonu sinni.

„Fólk ætti að vita að Tishawn Folkes-Taylor, andspænis morðingja sínum og vitandi hvað hann ætlaði sér, gerði allt til að vernda börnin sín og eftir að hann hafði stungið hana oftar en 22 sinnum flúði herra Taylor út í nóttina án þess að vinna börnunum mein. Þessi börn, og þá einkum sá elsti sem var í gagnfræðaskóla á þessum tíma, sem og stórfjölskylda barnanna skiptu sköpum við að ná fram réttlætinu í þessu máli.“

Talið er að Timothy hafi myrt eiginkonu sína þann 13. maí 2023 og fyrrverandi eiginkonuna 28. maí. Hann var svo handtekinn 2. júní 2023 í Philadelphiu og framseldur til Schenectady til að svara til saka fyrir morðin.

Þegar morðin áttu sér stað átti Timothy þegar yfir höfði sér ákærur fyrir ofbeldi í nánu sambandi og ofsóknir gegn fyrrverandi eiginkonu sinni.

People greinir frá. 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 

Trump reynir að róa brjálaða MAGA-liða – „Sóum ekki tíma og orku í Jeffrey Epstein, einhvern sem öllum er sama um“ 
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óhugnaleg játning: Var orðinn þreyttur á að annast 74 ára leigusala sinn og kom henni fyrir kattarnef

Óhugnaleg játning: Var orðinn þreyttur á að annast 74 ára leigusala sinn og kom henni fyrir kattarnef
Pressan
Fyrir 1 viku

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu

Þetta er það sem fólk óttast mest í kynlífinu
Pressan
Fyrir 1 viku

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma

Þekktur hjartalæknir segir að þetta það mikilvægasta til að forðast aldurstengda sjúkdóma
Pressan
Fyrir 1 viku

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu

Las sér til um tannlækningar á Internetinu og opnaði tannlæknastofu
Pressan
Fyrir 1 viku

Risarnir snúa baki við Apple

Risarnir snúa baki við Apple