Systkinin voru dæmd í 20 ára fangelsi að lágmarki fyrir að hafa ráðist á Enfrence með hníf og orðið honum að bana.
Mya, sem starfaði í banka, ætlaði að kaupa kannabis af Enfrence í Kings Norton í Birmingham. Hún fór til fundar við hann vopnuð hníf í byrjun nóvember á síðasta ári.
Sky News segir að í dómsorði komi fram að Mya hafi átt upptökin að átökum við Enfrence vegna fíkniefnaskuldar. Hún hafi síðan hringt í Isaiah og fengið hann til að koma sér til aðstoðar. Hann hafi gert grimmdarlega árás á Enfrence sem lá varnarlaus á bakinu á gólfinu. Hafi Isaiah ætlað sér að bana honum.
Enfrence var stunginn minnst 12 sinnum í líkamann, handleggi, hendur og höfuðið. Hann náði að flýja en hné skömmu síðar örendur niður.
Dómarinn sagði að það hafi verið „viðbjóðslegt“ að þurfa að horfa á upptöku á árásinni úr eftirlitsmyndavél. Á upptökunni sést Mya rétta bróður sínum hníf á meðan á árásinni stóð.