Travel News skýrir frá þessu og segir að árlega komi þrjár milljónir ferðamanna til Gran Canaria. Margir þeirra eyða miklum tíma á ströndinni. En framvegis verður bannað að reykja á ströndinni sem og að hlusta á háværa tónlist.
Einnig verður bannað að stunda kynlíf á ströndinni og að taka sólbekki frá. Þess utan verður bannað að nota sjampó í sturtunum á ströndinni.
Brot á þessum reglum getur kostað sem nemur allt að 440.000 krónum í sekt!
Á Benidorm er nú bannað að reykja og drekka áfengi á ströndinni. Þar getur brot á þessum reglum kostað fólk sem nemur allt að 115.000 krónum í sekt.