fbpx
Miðvikudagur 29.október 2025
Pressan

Heiðarlegur unglingur kom veski til eigandans – „Þakklæti“ eigandans tók óvænta stefnu

Pressan
Miðvikudaginn 4. september 2024 03:20

Mynd:Pixabay

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óhætt er að segja að fimmtán ára austurrískur piltur hafi verið eins heiðarlegur og hægt er vera þegar hann var í fríi við Gardavatnið á Ítalíu. Í bænum Riva del Garda fann hann Louis Vutton veski, sem eru rándýr, og voru rúmlega 1.000 evrur í því, greiðslukort og mikilvæg skjöl.

Hann  hafði samband við lögregluna sem hafði fljótlega uppi á eiganda veskisins sem er þekktur veitingamaður á svæðinu að sögn austurríska miðilsins Krone.

Í þakklætisskyni bauð veitingamaðurinn piltinum og fjölskyldu hans í kvöldverð á veitingastað sínum.

En það sem átti að vera þakklæti breyttist í óþægilega upplifun.

Að máltíðinni lokinni rétti þjóninn fjölskyldunni reikning, það var þó búið að draga 10% frá sem fundarlaun en fjölskyldunni var gert að greiða fyrir það sem hún taldi vera ókeypis máltíð.

Fjölskyldunni brá mjög við þessar vendingar og móðir piltsins hafði strax samband við eiganda íbúðarinnar, sem fjölskyldan var með á leigu, til að segja honum frá þessari óþægilegu upplifun.

Í kjölfarið fengu staðarmiðlar veður af málinu og vakti umfjöllun þeirra mikla reiði íbúa á svæðinu.

Veitingamaðurinn reyndi síðan að bjarga andlitinu með því að kenna „gleymsku“ um og bað fjölskylduna afsökunar. Hann bauðst til að bjóða þeim aftur í mat þegar þau koma næst til Gardavatns en ekki er vitað hvort fjölskyldan muni þekkjast það boð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku

Birta ótrúlegt myndband af því þegar lögreglumenn endurlífguðu eins árs stúlku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“

Stórleikarinn um stundina þegar hann áttaði sig á að hann þurfti hjálp – „Ég hefði getað drepið einhvern“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur

Telur þetta raunverulegu ástæðuna fyrir því að geimverur hafi ekki haft samband við okkur
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“

Fyrrum eiginkona Andrésar Bretaprins á barmi taugaáfalls yfir að missa titlana – „Þau eru stöðugt að rífast og staðan orðin ljót“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi

Raðnauðgari lofaði hvítum tönnum – Dæmdur í 26 ára fangelsi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans

Sjö afhjúpanir í bók Virginiu Giuffre – Andrés gat rétt upp á aldri hennar vegna dætra hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“

Ferðamenn á Kanarí hvattir til að leika þetta ekki eftir – „Ekki fært mér neitt nema ógæfu“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“

Ólýsanleg hefnd: „Viltu horfa á barnið þitt deyja, eða viltu að barnið horfi á þig deyja?“