fbpx
Sunnudagur 14.september 2025
Pressan

Fundu garð Calígúla

Pressan
Laugardaginn 3. ágúst 2024 07:30

Áletrun Calígúla. Mynd: Ítalska menningarmálaráðuneytið.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Byggingaverkamenn fundu nýlega 2.000 ára gamlan garð sem tilheyrði rómverska keisaranum Calígúla á sínum tíma. Garðurinn er við ána Tíber en hún skilur Rómarborg og Vatíkanið að.

Live Science segir að rústir garðsins hafi fundist þegar framkvæmdir stóðu yfir við nýja brú við Piazza Pia að því er segir í tilkynningu frá ítalska menningarmálaráðuneytinu.

Þegar fornleifafræðingar hófu störf á svæðinu fundu þeir aðalvatnsæð með áletruninni „C(ai) Cæsaris Aug(usti) Germanici“. Telja sérfræðingar að þessi áletrun vísi til Gaius Caesar Augustus Germanicus, betur þekktur sem Calígúla.

Telja sérfræðingar að áletrunin sýni að garðurinn hafi líklega tilheyrt Calígúla sem var þekktur fyrir miskunnarleysi og þótti einstaklega ófyrirleitinn. Hann var þess utan sadisti sem niðurlægði þing sitt. Hann var við völd í aðeins fjögur ár, frá 37 til 41 eftir Krist, en þá var hann myrtur af lífvörðum sínum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð

Birta myndir af meintum morðingja Charlie Kirk og biðja almenning um aðstoð
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli

Vasahringing lykilsönnunargögn í óhugnanlegu morðmáli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“

Móðir stúlku sem dæmd var í lífstíðarfangelsi í Dubai grátbiður um hjálp – „Mjög heimskuleg mistök“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja

Reiði eftir að blásið var til söfnunar fyrir morðingja
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf

Fjölskylduharmleikur á sveitasetri – Brostannlæknirinn myrti eiginkonu og dóttur áður en hann tók eigið líf