fbpx
Miðvikudagur 12.nóvember 2025
Pressan

Fellibyljatímabilið gæti sett met

Pressan
Laugardaginn 8. júní 2024 15:30

Gervihnattamynd af fellibyl.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óvenjuhátt hitastig í blöndu við veikingu El Nino veðurfyrirbærisins gæti orðið til þess að fleiri öflugir fellibyljir myndist á þessu ári en í meðal ári. Ekki er útilokað að allt að 25 fellibyljir myndist í Atlantshafi á árinu að mati NOAA, National Oceanic and Atmospheric Administration.

Live Science skýrir frá þessu og segir að aldrei fyrr hafi NOAA spáð svo mörgum fellibyljum á einu tímabili, eða 17 til 25 svo stórum fellibyljum að þeir fá nafn. Samkvæmt spánni verða 13 fellibyljir þar sem vindhraðinn er 119 km/klst eða meira en fjórir til sjö verða stóri fellibyljir þar sem vindhraðinn er 179 km/klst eða meira.

Rick Spinrad, forstjóri NOAA, sagði á fréttamannafundi að fellibyljatímabilið að þessu sinni stefni í að verða mjög óvenjulegt hvað varðar fjölda fellibylja og að 2024 stefni í að verða sjöunda árið í röð þar sem fjöldi fellibylja er yfir meðallagi.

Í meðalári fá 14 fellibyljir nafn, sjö þeirra eru fellibyljir og þrír stórir fellibyljir að sögn NOAA. 2020 er það ár sem flestir fellibyljir mynduðust en þá fengu 30 slíkir nafn.

Vísindamenn hafa uppgötvað að loftslagsbreytingarnar gera að verkum að mun líklegra er að fellibyljir myndist núna en á níunda áratugnum. Ástæðan er að hlýrri sjór gerir að verkum að fleiri fellibyljir myndast. Þeir stækka hraðar og verða öflugri.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“

Hver drap næturvaktina fyrir 45 árum? – „Það er kominn tími til að afhjúpa þetta leyndarmál“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun

Nýtt og óvænt vopn gegn moskítóflugum er í þróun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag

Stjörnukokkur myrti fyrrverandi og börn þeirra á jóladag
Pressan
Fyrir 4 dögum

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða

Orðin þreytt á óboðuðum heimsóknum tengdó og leitar ráða