fbpx
Laugardagur 22.júní 2024
Pressan

Fær 36 milljarða í bætur

Pressan
Föstudaginn 7. júní 2024 07:30

Merki Johnson & Johnson. Mynd:EPA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómstóll í Portland í Oregon í Bandaríkjunum kvað upp þann dóm á mánudaginn að Johnson & Johnson skuli greiða konu einni 260 milljónir dollara, sem svara til um 36 milljarða íslenskra króna, í bætur.

Ástæðan er að konan fékk lungnakrabbamein eftir að hafa andað barnapúðri, framleiddu af fyrirtækinu, að sér.

Erik Haas, aðstoðarforstjóri Johnson & Johnson, segir í yfirlýsingu að niðurstaðan gangi gegn niðurstöðum rannsókna sem sýni að talkúm í barnapúðri sé ekki hættulegt efni, það innihaldi ekki asbest og valdi ekki krabbameini. Hann segir einnig að fyrirtækið muni áfrýja dómnum.

Konan, Kyung Lee, er 48 ára. Hún greindist með lungnakrabbamein á síðasta ári. Hún segist hafa andað efnum úr barnapúðrinu að sér í 30 ár. Fyrst þegar móðir hennar notaði það á hana þegar hún var kornabarn og síðar notaði hún svitalyktareyða, sem innihalda talkúm, frá fyrirtækinu.

Mörg þúsund Bandaríkjamenn hafa höfðað mál gegn fyrirtækinu því þeir telja að þeir hafi fengið krabbamein, þegar þeir komust í snertingu við eiturefni í vörum frá Johnson & Johnson, þegar þeir voru á barnsaldri.

Fyrirtækið vinnur nú að því að ná sátt um að greiða 6,48 milljarða dollara í bætur til flestra þeirra sem hafa höfðað mál á hendur fyrirtækinu en það eru um 61.000 manns. Stærsti hlutinn eru konur sem hafa fengið krabbamein í eggjastokkana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku

Óbreyttir borgarar yfirbugðu karlmann sem er grunaður um að hafa nauðgað 13 ára stúlku
Pressan
Fyrir 2 dögum

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann

Óhugnanlegt myndband sýnir drukkinn ökumann aka á hjólreiðamann
Pressan
Fyrir 2 dögum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum

Krókódíll reyndi að ná börnum – Endaði með að vera skotinn og borðaður af bæjarbúum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja

Hún virtist lifa venjulegu lífi – En bak við slétt yfirborðið leyndist allt önnur manneskja
Pressan
Fyrir 4 dögum

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið

Reyndi vinsælt TikTok handfarangursráð – Uppskar flugbann fyrir athæfið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið

Skipti um flugsæti við barn – Upplifði að eigin sögn hrylling að launum allt flugið