fbpx
Mánudagur 17.júní 2024
Pressan

Farþegar lýsa uppnámi um borð: „Ég mun ekki flýta mér aftur um borð í flugvél“

Pressan
Mánudaginn 27. maí 2024 08:42

Emma Rose og unnusti hennar voru um borð í vélinni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegar um borð í flugvél Qatar Airways sem lenti í mikilli ókyrrð á leið sinni til Dublin á Írlandi í gær hafa lýst mikilli ringulreið um borð. Tólf slösuðust um borð og voru átta fluttir á sjúkrahús með áverka eftir atvikið í gær.

Daily Mail hefur eftir farþegum sem voru í fluginu að mikið uppnám hafi verið meðal farþega sem töldu að þeirra síðasta stund væri jafnvel runnin upp. Lýsa þeir því að flugfreyjur og flugþjónar um borð hafi kastast upp í loft og farþegar sem ekki voru spenntir í belti hafi kastast úr sætunum sínum.

„Það var mikið uppnám um alla vél. Sumar flugfreyjurnar voru með áverka á höfði og að minnsta kosti ein var með skurð á handleggnum,“ segir Emma Rose Power sem var um borð í vélinni.

Eileen, annar farþegi, sagði við írska ríkisútvarpið, RTE, að hún hafi aldrei lent í öðru eins. Maðurinn hennar, Tony, náði að halda henni niðri og koma þannig í veg fyrir að hún kastaðist úr sætinu sínu þar sem hún svaf án þess að hafa beltið spennt.

„Þetta var mjög óhugnanlegt. Ég mun ekki flýta mér aftur um borð í flugvél, það get ég sagt þér,“ segir Eileen.

Atvikið um borð í Qatar Airways gerðist örfáum dögum eftir óhugnanlegt atvik um borð í flugvél Singapore Airlines þar sem einn farþegi lést og um hundrað slösuðust.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Kyntröllið úr lögreglunni tekið á teppið og og veldur aðdáendum sínum sárum vonbrigðum

Kyntröllið úr lögreglunni tekið á teppið og og veldur aðdáendum sínum sárum vonbrigðum
Pressan
Í gær

Rúmlega 50.000 Kaliforníubúar létust ótímabærum dauða á áratug vegna reyks frá gróðureldum

Rúmlega 50.000 Kaliforníubúar létust ótímabærum dauða á áratug vegna reyks frá gróðureldum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkrum sekúndum eftir að þessi mynd var tekin átti hræðilegur atburður sér stað

Nokkrum sekúndum eftir að þessi mynd var tekin átti hræðilegur atburður sér stað
Pressan
Fyrir 4 dögum

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego

71 árs Legoþjófur handtekinn – Stal rúmlega 2.800 kössum af sjaldgæfu og dýru Lego