fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

Viðskiptavinir McDonald‘s trúðu ekki eigin augum

Pressan
Miðvikudaginn 22. maí 2024 20:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptavinir á einum af þeim fjölmörgu McDonald‘s-veitingastöðum sem til eru í heiminum ráku upp stór augu þegar þeir sáu starfsmann skyndibitakeðjunnar beita óvenjulegri aðferð til að þurrka gólfmoppu.

Eins og sjá má á meðfylgjandi mynd færði hún moppuna undir ljósið sem notað er til að halda hita á frönsku kartöflunum. Atvikið átti sér stað á útibúi McDonald‘s skammt frá Brisbane í Ástralíu og birtist myndin fyrst á Facebook þar sem hún vakti mikla athygli.

Ýmsir gagnrýndu starfsmanninn fyrir að gæta ekki beinlínis að hreinlæti á meðan aðrir hrósuðu henni fyrir útsjónarsemina.

Daily Star hefur eftir talsmanni keðjunnar að búið sé að ræða við starfsfólk í þessu tiltekna útibúi um að þetta sé ekki leyft. Þá verði starfsmenn sendir á námskeið þar sem farið verður yfir þá hreinlætisstaðla sem þeim ber að fylgja.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 5 dögum

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar

Auðug móðir hvarf ásamt tveimur unglingsstúlkum í Yosemite þjóðgarðinum — Raðmorðinginn sendi teiknað kort til lögreglunnar
Pressan
Fyrir 6 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu