fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Loftsteinn á stærð við bíl þau rétt framhjá jörðinni – Uppgötvaðist bara tveimur dögum áður

Pressan
Laugardaginn 20. apríl 2024 11:30

Loftsteinn. Mynd:NASA

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fimmtudaginn 11. apríl síðastliðinn þaut nýuppgötvaður loftsteinn, sem er á stærð við fólksbíl, rétt framhjá jörðinni. Fjarlægð hans frá jörðinni var aðeins 19.300 kílómetrar en til samanburðar má nefna að tunglið er að meðaltali í um 384.000 kílómetra fjarlægð frá jörðinni.

Live Science skýrir frá þessu og segir að loftsteinninn hafi fengið heitið 2024 GJ2. Hann er 2,5 til 5 metrar á lengd að mati Evrópsku geimferðastofnunarinnar ESA. Þetta þýðir að loftsteinninn hefði brunnið upp í gufuhvolfi jarðarinnar ef hann hefði komið inn í það.

Loftsteinninn fer næst framhjá jörðinni árið 2093 og verður þá í um 205.000 kílómetra fjarlægð.

Bandaríska geimferðastofnunin NASA hefur skráð tæplega 35.000 loftsteina, sem fara nærri jörðinni, en jörðinni stafar aðeins ógn af fáum þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart