fbpx
Föstudagur 21.nóvember 2025
Pressan

James Webb geimsjónaukinn nam ljós frá fjarlægri plánetu sem líkist jörðinni

Pressan
Sunnudaginn 14. apríl 2024 07:30

James Webb geimsjónaukinn. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

James Webb, geimsjónauki Bandarísku geimferðastofnunarinnar NASA, nam nýlega ljós frá fjarlægri plánetu, TRAPPIST-1b, sem líkist jörðinni að ákveðnu leyti.

Plánetan er þó of heit fyrir fólk og líklega er ekkert andrúmsloft á henni að því er segir í nýrri rannsókn um þetta sem var birt nýlega í vísindaritinu Nature.

Fyrir fimm árum uppgötvuðu vísindamenn, með aðstoð innrauða Spitzer geimsjónaukans, sjö steinplánetur sem eru á braut um sömu stjörnuna, TRAPPIST-1. Nú var James Webb notaður til að mæla hitann á einni þeirra, TRAPPIST-1b. Þessi rannsókn leiddi í ljós að þessi jarðlíka pláneta er næstum því örugglega ekki hæf til búsetu fyrir mannkynið.

Rannsóknin leiddi í ljós að hitinn á plánetunni er um 232 gráður og að líklega sé ekki andrúmsloft á henni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“

„Eiginkona sonar míns drekkur alltof mikið, hvað er til ráða?“
Pressan
Fyrir 4 dögum

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“

16 ára drengur myrti föður sinn eftir áralanga misnotkun – Móðirin sagði fjölskylduna í „hreinu helvíti“
Pressan
Fyrir 5 dögum

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu

5 hlutir sem þú ættir að henda strax af baðinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra

Ákærður fyrir morð á sonum sínum – 15 ár frá hvarfi þeirra