fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Vísindamanni er brugðið vegna niðurstöðu nýrrar rannsóknar

Pressan
Laugardaginn 13. apríl 2024 12:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú hélst kannski að óboðin hönd á læri, klapp á rassinn eða kynferðislegar athugasemdir sé eitthvað sem sé mjög „Me-Too legt“ og heyri sögunni til. En það gerir það svo sannarlega ekki.

Samkvæmt nýrri könnun sem Vive gerði, þá upplifðu sjö af hverjum tíu dönskum konum óumbeðna kynferðislega athygli á síðustu tólf mánuðum.

En það eru ekki bara konurnar sem lenda í slíku því 47% karla hafa upplifðu slíkt á síðustu tólf mánuðum.

Danska ríkisútvarpið hefur eftir Mai Heide Ottosen, aðalsérfræðingi hjá Vive, að henni hafi brugðið mjög þegar hún sá tölurnar. „Ég hélt eiginlega að mikið hefði gerst í kjölfar MeToo-bylgjunnar. Þess vegna kom mjög á óvart að sjá þessar háu tölur,“ sagði hún.

Marie Bjerre, ráðherra jafnréttismála, var einnig brugðið vegna niðurstöðunnar. „Það er alveg ótrúlegt að svo margir lendi í þessu,“ sagði hún og benti á að fjöldi aðgerða sé í bígerð á vegum stjórnvalda til að beina athyglinni að þessu vandamáli.

Hún sagðist einnig veita því sérstaka athygli að 53% stúlkna á aldrinum 16 og 17 ára hafi upplifað hegðun sem megi teljast vera kynferðislega þvingun. Það eru til dæmis hótanir ef þær uppfylla ekki kynferðislegar kröfur, eða beint kynferðislegt ofbeldi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin