fbpx
Þriðjudagur 25.nóvember 2025
Pressan

Dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að myrða börnin sín

Pressan
Föstudaginn 12. apríl 2024 21:30

Khloe, Kayson og Amy.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í síðustu viku var Amy Leann Hall, 43 ára, dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að hafa myrt börnin sín tvö. Hún játaði að hafa myrt Kayson Toliver, 18 ára, og Khloe Toliver 16 ára, árið 2018. Þau voru sofandi þegar hún myrti þau. 14 ára dóttir hennar slapp lifandi frá morðæði hennar.

People segir að Hall hafi verið dæmd í ævilangt fangelsi fyrir morðin og 240 mánaða fangelsi fyrir að hafa reynt að myrða 14 ára dótturina.

Það var snemma að morgni 1. nóvember 2018 sem Hall fór inn í herbergi Kayson og skaut hann í höfuðið þar sem hann svaf í rúminu sínu. Hann lést samstundis.

Næst fór hún inn í herbergi Khloe og 14 ára dótturinnar. Þær voru báðar sofandi. Hún skaut þær báðar í höfuðið. Þær voru báðar fluttar alvarlega særðar á sjúkrahús. Khloee var síðar úrskurðuð heiladauð og var slökkt á öndunarvél hennar. Hin dóttirin, sem hefur ekki verið nafngreind af lögreglunni, lifði skotárásina af. Hún náði að flýja inn á baðherbergi en móðir hennar elti hana þangað. Þar náði stúlkan að tala móður sína af því að skjóta sig aftur og fékk hana til að leggja byssuna frá sér.

Vinur Kayson hringdi í lögregluna klukkan 06.30 og tilkynnti um málið en hann gisti hjá Kayson þessa nótt og svaf í herberginu hans.

Hall sagði lögreglunni í fyrstu að hún vissi ekki að af hverju hún hefði skotið börnin. Síðar sagði hún að hún teldi sig hafa verið að vernda þau fyrir fyrrum eiginmanni sínum sem hún sagði vera ofbeldishneigðan og sakaði hann um fjölda ofbeldisverka. Hjónin skildu 2016 og höfðu háð harða forræðisdeilu yfir börnunum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney

Donald Trump fékk ekki boð í jarðarför Cheney
Pressan
Fyrir 4 dögum

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“

Gíslarnir segja frá: „Þetta er eitthvað sem nasistarnir gerðu ekki einu sinni“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum

Kaupmaður sem hvarf fyrir 5 árum fannst á lífi – örfáum dögum eftir að fimm voru handteknir fyrir morðið á honum
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?

Svínsleg framkoma forsetans veldur meira fjaðrafoki en vanalega – Gekk Trump loksins of langt?