fbpx
Sunnudagur 14.apríl 2024
Pressan

Aðstoðuðu systur sína við að láta drauminn um móðurhlutverkið rætast – „Við höfum alltaf verið til staðar fyrir hver aðra“

Ragna Gestsdóttir
Þriðjudaginn 26. mars 2024 20:44

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Grunnskólakennarinn Jaclyn Fieberg átti sér alltaf draum um að stofna fjölskyldu og eignast börn. Orðin 38 ára og búin að ganga í gegnum margra ára erfiðleika og sorg til að láta drauminn rætast, eftir sjö misheppnaðar glasafrjóvgunartilraunir og þrjú fósturlát, var Fieberg á því að gefast upp.

Þá stigu systur hennar fram, sú yngri ákvað að gefa Fieberg egg og sú eldri bauðst til að vera staðgöngumóðir. Emersyn Fieberg fæddist núna í febrúar.

„Áttu systur eða bestu vinkonu sem þú elskar? Ef þú horfir á hana glíma við erfiðleika hvað myndir þú gera?“ segir Stephanie Corritori staðgöngumóðirin í viðtali við People.

Fyrsta erfðarannsóknin sem Jaclyn og eiginmaður hennar Greg Fieberg gengust undir sýndi ekki fram á nein vandamál, en í ferlinu við að reyna að eignast barn komst hún að því að hún er með mósaík Turner heilkenni, litningasjúkdóm sem hafði áhrif á frjósemi hennar og getu til að bera barn.

Greiningin kom sem reiðarslag fyrir hjónin, og vildi Greg, með tilliti til líkamlegrar og andlegrar heilsu eiginkonu sinnar, hætta frekari tilraunum til barneigna.

„Hann hataði að sjá mig ganga í gegnum þetta. Hann er verndari,“ segir Fieberg. „Mér versnaði í hvert skipti sem hlutirnir gengu ekki upp.“

En systur hennar, sem höfðu einnig átt í erfiðleikum með að eignast börn, vissu að það var að minnsta kosti ein leið sem átti eftir að reyna áður en Fieberg gæfist alveg upp, að fá hjálp frá systrunum.

Corritori, sem er orðin fertug, fór í gegnum glasafrjóvgun með fyrsta barn sitt sem er í dag sex ára, áður en hún eignaðist annað barn með hefðbundnum hætti. Og yngri systirin, Meredith McIntyre, 34 ára, missti fóstur nokkrum vikum eftir að Fieberg missti fóstur árið 2020.

Á meðan Fieberg barðist við að verða ófrísk aftur varð McIntyre ófrísk af tvíburadrengjum, sem fæddust í júlí 2021.

„Eins sárt og það var líklega fyrir Jaclyn, þá studdi hún mig, spurði mig um meðgönguna og læknisheimsóknir. Ég man eftir ákveðnu augnabliki þar sem ég reyndi að gráta ekki heima hjá foreldrum okkar þar sem ég var að gefa öðrum tvíburanum að borða og hún að gefa hinum. Mér fannst þetta svo ósanngjarnt því hún átti að vera með sitt eigið barn.“

Fjölskyldan er mjög samrýnd. Foreldrarnir Brian og Barbara Prato búa enn á æskuheimili dætra þeirra fjögurra sem allar búa í nokkurra kílómetra fjarlægð. Yngsta dóttirin Samantha, 31 árs, sem er einstæð, er klappstýra og stuðningur þeirra eldri.

„Stelpurnar hafa alltaf verið nánar og þær eru aldar upp þannig. Ég sagði við þær: „Systur ykkar munu alltaf vera til staðar fyrir þig,“ segir Barbara.

Og þegar Fieberg tók ákvörðun um að reyna  staðgöngumæðrun og egggjafa, þá rættust orð hennar svo sannarlega. Corritori bauð sig strax fram og sagði Fieberg að hún myndi gera allt sem þyrfti til að hún myndi eignast barnið sem hún þráði svo heitt.

„Ég sagði við hana:„Ef ég get gefið eggin mín mun ég gefa eggin mín. Ef ég get gengið með barnið, mun ég gera það. Ég myndi gera hvað sem er.“ En því miður gat Corritori ekki gefið egg. Þá bauð McIntyre sig fram sem egggjafi.

Hjónin komust síðan að því að þau voru ófrísk á afmælisdegi Barböru. Fimm dögum fyrir áætlaðan keisaraskurð Corritori ákvað Emersyn að mæta fyrr í heiminn.

„Hún mun örugglega alltaf eiga sérstakan stað í hjarta mínu, en ekki vegna þess að það er eggið mitt, heldur vegna þess að ég veit að ég átti þátt í því að hún er hér,“ segir McIntyre.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að myrða börnin sín

Dæmd í ævilangt fangelsi fyrir að myrða börnin sín
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt

Hafði setið í fangelsi í 21 ár – Sá endursýndan sjónvarpsþátt fyrir tilviljun og gat sannað sakleysi sitt
Pressan
Fyrir 3 dögum

OJ Simpson látinn 76 ára að aldri

OJ Simpson látinn 76 ára að aldri
Pressan
Fyrir 3 dögum

Beit nýfædda dóttur sína að minnsta kosti 6 sinnum – Sagði hana vera „vanþakkláta“

Beit nýfædda dóttur sína að minnsta kosti 6 sinnum – Sagði hana vera „vanþakkláta“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni

Setti upp falda myndavél til að sanna að konan væri „löt og einskis virði“ – Heimtaði skilnað og vorkunn en málið snerist í höndunum á henni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega

Berfætt par í skeiðarstellingu hneykslaði flugfarþega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sorgleg ástæða þess að 7 ára stúlka safnaði 1,4 milljón með því að selja límonaði – „Þetta er að hjálpa henni í gegnum þetta“

Sorgleg ástæða þess að 7 ára stúlka safnaði 1,4 milljón með því að selja límonaði – „Þetta er að hjálpa henni í gegnum þetta“
Pressan
Fyrir 6 dögum

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði

Ófremdarástand á bókasöfnum og bókasafnsverðir eru komir með upp í kok af stjórnlausu saurlífi og ólifnaði