fbpx
Föstudagur 26.júlí 2024
Pressan

Er hægt að fá of mikið af andoxunarefnum?

Pressan
Sunnudaginn 25. febrúar 2024 21:00

Bláber eru ljúffeng og holl og innihalda mikið af andoxunarefnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Andoxunarefni hafa lengi verið hafin til skýjanna sem efni sem vinna gegn sjúkdómum og það er ekki erfitt að komast að þeirri niðurstöðu að þeim mun meira sem maður innbyrðir af þeim, þeim mun heilbrigðari verði maður. En er það svo?

Andoxunarefni eru vopn náttúrunnar gegn hættulegum sameindum sem frumur líkamans mynda í sífellu þegar þær vinna vinnuna sína. Þessar sameindir, sem eru óstöðugar, geta skaðað frumurnar og valdið sjúkdómum á borð við krabbamein þegar við eldumst.

Live Science segir að rannsóknir hafi sýnt fram á að það geti verið skaðlegt að innbyrða of mikið af andoxunarefnum. En aðrar rannsóknir hafa sýnt fram á að fólk sem neytir mikils af andoxunarríkum ávöxtum, grænmeti og belgjurtum sé oft síður líklegt til að fá hjarta- og æðasjúkdóma, krabbamein og að deyja ótímabærum dauða.

Það er því freistandi að ætla að það geti verið ávinningur af því að neita fleiri andoxunarefna, til dæmis í formi fæðubótarefna, en með því að taka andoxunarefni í því formi er auðvelt að innbyrða meira en ráðlagt magn af þeim og það getur verið skaðlegt.

Aukaverkanir af of miklu magni andoxunarefna geta verið allt frá því að vera mild upp í alvarleg.  Á mildari endanum er að húðin getur orðið gul eða appelsínugul, ekki hættulegt en ekki útlitsfagurt. Of mikil neysla C-vítamíns getur valdið meltingarvandamálum eins og niðurgangi og magakrömpum.

Of mikil neysla á beta-karótíni getur aukið hættuna á lungnakrabbameini og hjarta- og æðasjúkdómum hjá þeim sem eru fyrir í aukinni hættu á að fá þessa sjúkdóma, þetta geta til dæmis verið reykingafólk og fólk sem hefur komist í snertingu við asbest.  Það eru einnig vísbendingar, úr rannsóknum á dýrum og mannavef, að andoxunarefni geti ýtt undir vöxt sumra tegunda krabbameins.

Það er því greinilega hægt að innbyrða of mikið af andoxunarefnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 1 viku

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja

Árásarmaðurinn ætlaði sér ekki að deyja
Pressan
Fyrir 1 viku

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda

Óeirðir og ringulreið í Leeds eftir afskipti félagsmálayfirvalda
Pressan
Fyrir 1 viku

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband

Ökumaður Teslubifreiðar lenti í árekstri og missti stjórn á bílnum í kjölfarið – Sjáðu magnað myndband
Pressan
Fyrir 1 viku

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm

Kveikti óvart á búkmyndavélinni í miðjum klíðum – Missti starfið og á yfir höfði sér dóm
Pressan
Fyrir 1 viku

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?

Er leitinni að Plánetu níu að ljúka?
Pressan
Fyrir 1 viku

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart

Átti erfitt með þvaglát – Ástæðan kom læknum gríðarlega á óvart