fbpx
Föstudagur 01.mars 2024
Pressan

Sló heimsmet í október en dó í bílslysi í gærkvöldi

Pressan
Mánudaginn 12. febrúar 2024 07:21

Kelvin Kiptum eftir að hann kom í mark á nýju heimsmeti í október síðastliðnum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kelvin Kiptum, heimsmethafi í maraþoni, lést í bílslysi í heimalandi sínu Kenía í gærkvöldi ásamt þjálfara sínum, Gervais Hakizama. Hann var 24 ára en Hakizama var 36 ára.

Kiptum sló heimsmet í maraþoni þegar hann hljóp á tímanum 2:00:35 í Chicago-maraþoninu í október síðastliðnum. Kiptum er sagður hafa misst stjórn á bifreið sem hann ók með fyrrgreindum afleiðingum.

Hann er sagður hafa verið við æfingar í fjalllendi í vesturhluta Kenía þegar slysið varð en svæðið er vinsælt meðal afreksíþróttamanna.

Kiptum var á góðri leið með að verða að súperstjörnu í hlaupaheiminum og voru margir sem væntu þess að hann yrði sá fyrsti til að hlaupa maraþon á undir 2 klukkustundum. Var hann skráður til leiks í Rotterdam-maraþoninu í apríl næstkomandi.

Saga þessa mikla hlaupara var stutt en býsna merkileg. Hann hljóp sitt fyrsta maraþon árið 2022 og vann svo sigur í Lundúnamaraþoninu í apríl í fyrra áður en hann sló heimsmetið í október síðastliðnum.

Kiptum lætur eftir sig tvö börn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári

Sagði fólki að borða morgunkorn á kvöldin til að spara – Sjálfur með 700 milljónir á ári
Pressan
Fyrir 2 dögum

Prestur skotmark mafíunnar

Prestur skotmark mafíunnar
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls

Lögreglan beðin um að halda sig fjarri gleðigöngu í Sydney vegna morðmáls
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum

Vafasamur vinur – Stal 8 milljónum frá deyjandi vini sínum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Maðurinn sem var fenginn til að finna njósnarann innan raða FBI sem reyndist vera hann sjálfur

Maðurinn sem var fenginn til að finna njósnarann innan raða FBI sem reyndist vera hann sjálfur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Aldrei fleiri Rússar sótt um hæli

Aldrei fleiri Rússar sótt um hæli
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vara farsímanotendur við – „Eyðið þessum öppum strax!“

Vara farsímanotendur við – „Eyðið þessum öppum strax!“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Ekkert hefur heyrst í Voyager 1 í þrjá mánuði – Kraftaverk þarf til að bjarga geimfarinu

Ekkert hefur heyrst í Voyager 1 í þrjá mánuði – Kraftaverk þarf til að bjarga geimfarinu