fbpx
Miðvikudagur 15.október 2025
Pressan

Þetta ættir þú að þrífa oftar á veturna

Pressan
Sunnudaginn 10. nóvember 2024 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á köldum haust- og vetrarmánuðum eru ákveðnir hlutir og svæði á heimilinu sem þarfnast tíðari hreingerninga en á vorin og sumrin.

Sérfræðingar Bettet Homes and Gardens nefna þrennt sem fólk ætti að þrífa oftar á veturna en á öðrum árstímum.

Í fyrsta lagi benda þeir á forstofugólfið því það er mikið notað og þar safnast drulla fyrir. Ekki má gleyma að þrífa dyramotturnar því þær safna í sig drullu sem getur síðan borist af þeim inn í húsið.

Gólf og teppi eru auðvitað eitthvað sem þarf að þrífa allt árið en það er sérstaklega mikilvægt á veturna. Það er nánast útilokað að maður beri ekki með sér drullu á skónum og inn í húsið. Þetta á sérstaklega við þegar það rignir eða snjóar.

Það ætti að þurrka blaut gólf eins fljótt og hægt er til að koma í veg fyrir slys og sópa eða þurrka drullu af þeim. Einnig er rétt að meðhöndla bletti á teppum á sama hátt til að varðveita fallegt útlit þeirra.

Sérfræðingarnir segja einnig að ábreiður og teppi séu meira notuð á veturna og það þýði að þau verði hratt skítug og því þurfi að þvo þau vikulega ef maður vill vera viss um að þau séu nægilega hrein.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst

Trump enn með ásakanir í garð Biden – Var sjálfur forseti þegar þetta á að hafa gerst
Pressan
Fyrir 3 dögum

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“

Hlaðvarpsþáttur hristir upp í umdeildu sakamáli – Robert hlaut dauðadóm í vafasömu „Shaken baby-máli“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin

Veiktist illa eftir að hafa tekið sopa af víninu – Nú hefur eiginkonan verið handtekin
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag

Þota Ryanair var sex mínútum frá stórslysi síðastliðinn föstudag
Pressan
Fyrir 5 dögum

Óstjórnleg eyðsla, átröskun og „snobb“ Wintour – Kryddpían opnar sig upp á gátt í þáttaröð Netflix

Óstjórnleg eyðsla, átröskun og „snobb“ Wintour – Kryddpían opnar sig upp á gátt í þáttaröð Netflix
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning

Ráðherrann sagðist standa keik andspænis her Antifa – Herinn samanstóð af blaðamönnum og manni í hænubúning