fbpx
Sunnudagur 28.desember 2025
Pressan

48 ára og dauðvona eftir að hafa unnið við að skera borðplötur

Pressan
Föstudaginn 8. nóvember 2024 19:00

Marek Marzec.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marek Marzec, 48 ára þriggja barna faðir, liggur fyrir dauðanum með ólæknandi lungnasjúkdóm sem hann rekur til starfa sinna síðustu árin. Hann ætlar í mál við fyrrverandi vinnuveitanda sinn vegna málsins.

New York Post greinir frá þessu.

Marek er fæddur í Póllandi en hefur frá árinu 2012 unnið í verksmiðjum í London og Hertfordshire á Englandi við að skera svokallaðar quartz-borðplötur sem njóta mikilla vinsælda meðal annars í eldhúsum og á baðherbergjum.

Marek er með það sem kallað er kísillungu (e. silicosis) en sjúkdómurinn orsakast af innöndun kísilryks. Meðal einkenna eru hósti, andnauð, þreyta, þyngdartap og óafturkræfar skemmdir á lungum.

Í frétt New York Post kemur fram að Marek sé of veikur til að gangast undir lungnaígræðslu en það er eina von hans til að lifa af.

Hann segir að ekki hafi verið passað nógu vel upp á öryggi starfsmanna í umræddum verksmiðjum. Lögfræðifyrirtækið Leigh Day fer með mál Mareks og raunar fleiri einstaklinga sem hafa þróað með sér kísillungu. Hefur fyrirtækið krafist þess að betur verði hugað að öryggi starfsmanna.

Í frétt sem New York Post birti í fyrra kemur fram að kísillungu hafi um langt skeið verið í hópi „gleymdra sjúkdóma“ en að undanförnu hafi komið upp holskefla tilfella. Talið er að í Bandaríkjunum séu um hundrað þúsund einstaklingar sem eiga í hættu á að fá sjúkdóminn.

Marzec liggur á Whittingham-sjúkrahúsinu í Lundúnum undir handleiðslu eins færasta lungnasérfræðings Bretlandseyja, Dr. Jo Feary. Vegna þess hversu langt sjúkdómurinn er kominn telja læknar að hann eigi aðeins um tvær vikur eftir ólifaðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 4 dögum

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði

19 ára piltur sagður hafa skipulagt morð foreldra sinna í marga mánuði
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum

Ekki batnar það hjá fyrrverandi prinsinum – Nýjar ásakanir gegn Andrési í Epstein-skjölunum
Pressan
Fyrir 6 dögum

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn

Tónlistarkonan lofsöng Trump og sagði hann fyrirmynd fyrir unga karlmenn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar

Aðgerðahópur dulbúinn sem jólasveinn og álfar stálu matvörum að hætti Hróa hattar
Pressan
Fyrir 6 dögum

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?

Svona sá spákonan Baba Vanga fyrir sér árið 2026 – Stórtíðindi í nóvember?
Pressan
Fyrir 6 dögum

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur

Hjónin unnu fyrst í lottóinu 2018 – Fengu sjokk á dögunum þegar þau unnu aftur
Pressan
Fyrir 1 viku

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns

Þríeykið bar grímur og andlitsmálningu — Hófu skothríð í matvöruverslunum og drápu 28 manns
Pressan
Fyrir 1 viku

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið

Sönnunargögnin sem komu upp um meintu hetjuna og afhúpuðu hann sem illmennið