fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Skotbardagi rétt við Kreml

Pressan
Þriðjudaginn 15. október 2024 05:33

Skotbardagi braust út nærri Kreml.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýlega kom til skotbardaga við höfuðstöðvar fyrirtækisins Wildberries í Moskvu. Fyrirtækið er nokkurs konar rússnesk útgáfa af Amazon. Hér var um uppgjör að ræða og féllu tveir í valinn í því. Málið hefur vakið mikla athygli í Rússlandi og þá kannski aðallega af því að þetta gerðist ansi nærri Kreml.

Lögreglan er enn að rannsaka málið en það er ekkert leyndarmál hverjir voru viðriðnir þetta og það er heldur ekki neitt stórt leyndarmál hver ástæða skotbardagans var.

Skotbardaginn var afleiðing af langvarandi og lítt leynilegum átökum á milli hjónanna Tatjana Kim og Vladislav Bakalchuk um yfirráð yfir Wildberries sem er mjög svo ábatasamt fyrirtæki. Í tengslum við deiluna höfðu þau bæði ráðið handrukkara frá norðurhluta Kákasus til að gæta hagsmuna sinna.

Inni í höfuðstöðvunum stóðu þeir sem Tatjana hafði ráðið til starfa, flestir frá Dagestan og Ingúsetíu. Að þeim sóttu liðsmenn Vladislav en þeir eru flestir frá Téténíu.

Vel vopnaðir glæpamenn frá norðurhluta Kákasus hafa lengi tekist á við slavnesk glæpagengi um yfirráðin yfir svarta markaðnum í Moskvu og verndarpeninga frá fyrirtækjum í borginni. En það heyrir samt til algjörra undantekninga að til skotbardaga komi í einu af fínustu hverfum borgarinnar.

Það kemur sérfræðingum í málefnum rússneska réttarvörslukerfisins ekki á óvart að enginn af meintum höfuðpaurum málsins skuli vera í gæsluvarðhaldi og muni væntanlega ekki verða handteknir.

Ofbeldismennirnir frá Téténíu eru að sögn Novaya Gazeta Europa með höfuðstöðvar á lúxushóteli í nokkurra mínútna akstursfjarlægð frá Kreml. Þeir hafa að sögn „boðið upp á margvíslega þjónustu“ árum saman. „Líkamsárásir (mannrán, árásir, ofbeldi og morðhótanir) voru alltaf meðal mest sannfærandi röksemdanna á þessu hóteli,“ segir miðillinn.

Það eru ekki neinar nýjar fréttir að ágreiningur í rússnesku viðskiptalífi sé leystur með vopnavaldi. Það er einnig erfitt að sjá mörkin þar sem löglegum viðskiptum lýkur og skipulagðir glæpir hefjast.

Átökin um Wildberries minnir óþægilega á tíunda áratuginn þegar leigumorð og blóðug uppgjör um eignarrétt yfir verksmiðjum og fyrirtækjum voru næstum daglegt brauð. Slíkum málum hefur farið fjölgandi á síðustu árum og rússneskir fjölmiðlar hafa flutt fréttir af fjölgun ofbeldismála þar sem skotvopn koma við sögu. Þetta er til þess fallið að auka ótta almennings við glæpi og lögleysu.

Í mörgum þessara mála er bein tenging við stríðið í Úkraínu. Rússneskir fjölmiðlar hafa skýrt frá mörgum hrottalegum afbrotum þar sem vopn frá átakasvæðum eru notuð eða þar sem gerendurnir hafa barist í stríðinu. Í mörgum málanna er um menn að ræða, sem höfðu áður hlotið dóma, sem voru náðaðir eftir að hafa barist í Úkraínu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi