fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Segist hafa skrifað undir samninginn fullur: „Ég rústaði lífi mínu“

Pressan
Þriðjudaginn 15. október 2024 22:30

Bjarne er hér til vinstri.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Norski listamaðurinn Bjarne Melgaard á ekki sjö dagana sæla um þessar mundir en hann berst nú fyrir því fyrir norskum dómstólum að fá samning sem hann skrifaði undir árið 2020 ógiltan.

Bjarne er af mörgum talinn einn áhrifamesti listamaður Noregs frá því að Edvard Munch var og hét, en Bjarne hefur getið sér gott orð fyrir bæði málaralist sína og skúlptúrgerð.

New York Times birti í gær ítarlegt viðtal við Bjarne en í því kemur fram að hann hafi nú stefnt tveimur fjárfestum, Svein Roar Grande og Stein Lie, vegna samnings sem hann skrifaði undir fyrir nokkrum árum.

Í samkomulaginu fólst að Svein og Stein fengu nær allan réttinn af listaverkum og listsköpun Bjarne gegn því að skuld hans við þá upp á fleiri hundruð milljónir króna félli niður.

Svein og Stein eru sagðir hafa lánað listamanninum sem nemur um einum og hálfum milljarði á árunum 2008 til 2020. Þetta voru peningar sem Bjarne gat illa greitt til baka og fór svo að hann skrifaði undir samning um að hann myndi afsala sér réttinum af eigin verkum gegn því að skuldin félli niður.

Bjarne vill nú að samningurinn verði felldur úr gildi og segist hann hafa verið drukkinn þegar hann skrifaði undir hann. „Ef þú myndir sjá þennan samning sem ég skrifaði undir myndirðu átta þig á því að engin manneskja með heilu viti myndi skrifa undir hann. Ég rústaði lífi mínu,“ segir hann í viðtalinu við New York Times. Hann viðurkennir að hafa átt við drykkjuvanda að stríða en er nú giftur og vill helst af öllu fá að halda áfram með líf sitt og listsköpun.

Í umfjöllun Times er einnig rætt við þá Svein og Stein og segja þeir að Bjarne hafi farið afar illa með það fjármagn sem honum var lánað og hann sé núna að reyna að koma sér undan samningnum og um leið að reyna að koma sér undan skuldunum.

Málið er nú fyrir norskum dómstólum og er niðurstöðu að vænta á næstunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Allir mættu nema Mbappe
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“

Áttræð kona lét lífið út af bilun í rafmagnsrúmi – „Hún þjáðist allan tímann“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna

Dularfullir drónar herja á New Jersey – Enginn veit hvaðan þeir koma eða hvers vegna þeir eru þarna
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu