fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Keypti hús fullbúið húsgögnum – Frystirinn geymdi hræðilegt leyndarmál

Pressan
Mánudaginn 14. október 2024 05:25

Það var lítið um matvæli í frystinum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í janúar síðastliðnum gaf maður, sem hafði keypt sér einbýlishús nærri Grand Junction í Colorado í Bandaríkjunum, frystinn sem fylgdi með húsinu. Hann keypti húsið með öllu innbúi og vildi einfaldlega losa sig við hluta af því. Þegar nýi eigandi frystisins opnaði hann blasti hræðileg sjón við honum.

Í frystinum voru líkamshlutar. Þetta var að sjálfsögðu tilkynnt samstundis til lögreglunnar sem hóf rannsókn á málinu sem er rannsakað sem morðmál.

Nýlega skýrði lögreglan frá því að DNA-rannsókn hafi leitt í ljós að líkamshlutarnir séu af Amanda Leariel Overstreet sem ekkert hafði spurst til síðan 2005 en þá var hún 16 ára.

Húseigandinn, Bradley David Imer, var kvæntur Leanne Overstreet. Hann lést af völdum COVID-19 árið 2021. Lögreglan segir að Leanne sé móðir Amanda.

Lögreglan segir að nýi húseigandinn sé alls ótengdur málinu, hann hafi einungis keypt húsið með öllu innbúi. Þegar hann gaf frystinn hafi nýi eigandi hans fundið mannshöfuð og handleggi í honum.

Metro segir að í tilkynningu frá lögreglunni komi fram að svo virðist sem aldrei hafi verið tilkynnt um hvarf Amanda.

Ekki hefur enn verið skorið úr um hver dánarorsök hennar var og enginn hefur verið handtekinn vegna málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi