fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
Pressan

Sandaldan átti sér leyndarmál

Pressan
Mánudaginn 5. ágúst 2024 13:00

Þetta er líklega 5.000 ára gamalt. Mynd:DDC Lambayeque

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í Zana, sem er í norðvesturhluta Perú, hófust fornleifafræðingar handa við uppgröft í byrjun júní. Þegar þeir grófu niður úr sandöldu gerðu þeir merka uppgötvun.

Þar undir fundu þeir veggi margra hæða musteris, á milli veggja fundu þeir beinagrindur þriggja fullorðinna manna. Live Science segir að musterið sé 5.000 ára og hafi verið notað við trúarlegar athafnir.

Beinagrindurnar voru vafðar inn í efni og bendir það til að musterið hafi verið notað við fórnarathafnir.

Luis Armando Muro Ynoan, forstjóri fornleifayfirvalda í dalnum, sagði í yfirlýsingu að hér sé líklega um 5.000 ára musteri, sem var notað við trúarathafnir, að ræða og hafi það verið byggt úr leðju. Það hafi verið á nokkrum hæðum og einhverskonar svið hafi verið í því miðju. Hann sagði einnig að veggirnir séu skreyttir með myndum af mannslíkömum með fuglshöfuð, með vaxtarlag eins og kettir og klær skriðdýra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni

Full gremju og reiði yfir skjáeiginmanninum í Húsinu á sléttunni
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta

Lenti í ótrúlegum hremmingum eftir að hann hjálpaði barni sem var að detta
Pressan
Fyrir 3 dögum

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla

Þess vegna hrjáir þetta afar hvimleiða vandamál frekar konur en karla
Pressan
Fyrir 4 dögum

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst

Táningsdrengur var myrtur árið 1984 og kærustu hans nauðgað – málið nú loks upplýst
Pressan
Fyrir 4 dögum

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi

Rússar fordæma árásir Bandaríkjahers í Venesúela og segja átyllurnar óverjandi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro

Bandaríkjaher gerði árás á Venesúela og handtók Maduro