fbpx
Þriðjudagur 05.ágúst 2025
Pressan

Gamli farsíminn þinn gæti verið mikils virði – Vilja greiða 6 milljónir fyrir ákveðna tegund

Pressan
Þriðjudaginn 25. júní 2024 04:03

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Átt þú fullt af gömlum farsímum ofan í skúffu? Eflaust eiga margir gömlu farsímana sína enn og geyma á góðum stað. Það eru kannski ekki mikil verðmæti í þeim öllum en sumir eru gulls ígildi að mati safnara sem eru reiðubúnir til að greiða háar fjárhæðir fyrir ákveðnar tegundir.

Nú er það líklega iPhone sem er ráðandi á farsímamarkaðnum en áður fyrr var það Nokia sem var mest áberandi. Símarnir frá Nokia þóttu vera vel hannaðir, voru með nýja eiginleika og spennandi leiki. Þeir þóttu einnig, og þykja enn, mjög endingargóðir og sterkir og það endurspeglast í verðinu á Nokia 3310 sem selst fyrir allt að 30.000 krónur í dag.

En ef þú ert ein(n) þeirra sem keypti Ericsson T28 á sínum tíma, þá geturðu kannski gert þér pening úr símanum. Margir safnarar telja þessa síma vera al gjörlega einstaka og vilja mjög gjarnan fá einn slíkan í safnið sitt.

Nokia E90, frá 2007, bjó yfir eiginleikum sem svara til þeirra sem snjallsímar dagsins í dag búa yfir. Sérfræðingar og safnarar vilja gjarnan komast yfir síma af þessari tegund og eru sumir reiðubúnir til að greiða allt að 75.000 krónur fyrir eintakið.

Ef þú varst meðal þeirra fyrstu sem fékkst snjallsíma, þá áttu kannski iPhone 2G heima í skúffu. Ef svo er, þá geturðu glaðst yfir því að það er hægt að selja slíka síma fyrir vænan skilding því þeir eru mjög eftirsóttir af söfnurum. Slíkur sími, sem er ekki í mjög góðu ástandi en virkar, selst fyrir um 150.000 krónur en ef þú átt einn slíkan ónotaðan og í innsigluðum umbúðunum, þá horfir málið öðruvísi við. Slík eintök hafa selst fyrir 6 milljónir króna á uppboðum. Reikna má með að verðið hækki í framtíðinni.

Það er því ekkert annað að gera en fara að leita að gömlu farsímunum í skúffum og skápum til að sjá hvort hægt sé að gera sér pening úr þeim.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu

Er þetta nýjasta Airbnb-svindlið? – Grunsamlegar myndir sendar með bótakröfu
Pressan
Í gær

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“

Móðir ráðvillt þegar tveggja ára sonur kvartar yfir sónarmynd – „Of hátt“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál

Segja að auðæfi skorti ekki í Afríku en það sé hins vegar eitt stórt vandamál
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru

Bandaríkin íhuga að vara við ferðum til Kína vegna útbreiðslu banvænnar veiru
Pressan
Fyrir 4 dögum

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni

Harmleikur í Leeds: Kona grunuð um morð á þriggja ára barni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“

Talsmaður Hvíta hússins blandar sér í auglýsingadramað – „Þeir eru komnir með nóg af þessu rugli“