Erika gerði þetta eftir að hafa misst fóstur. Mirror segir að Erika, sem er 35 ára, hafi játað að hafa stungið Carolina, sem var 33 ára, til að geta rænt yngsta barni hennar, sem var sex vikna gamalt.
Erika og Carolina höfðu verið vinkonur árum saman og voru báðar barnshafandi á sama tíma en Erika missti fóstrið.
Hún sagðist hafa skipulagt hvernig hún gæti rænt barninu eftir að hún missti fóstrið.
Saksóknarar segja að verjendur hennar hafi haft í hyggju að bera því við að hún hafi verið geðveik þegar hún myrti Carolina og því buðu þeir henni að játa morðið og barnsránið á sig til að tryggja að hún sitji í fangelsi næstu áratugina.
Erika og Carolina voru nánar vinkonur en Erika leyndi vinkonu sína því að hún hefði misst fóstrið. Skömmu áður en hún myrti hana, laug hún að henni að hún væri búin að fæða barnið.
Carolina var stungin til bana heima hjá sér þann 19. desember 2017. Ættingjar hennar fundu lík hennar og áttuðu sig strax á að yngsta barn hennar var horfið.
Lögreglan fínkembdi næsta nágrenni næstu tvo daga í leit að barninu. Auglýst var eftir því á landsvísu og að lokum hafði lögreglan uppi á því heima hjá Erika. Barnið var ómeitt. Í vasa Erika fundust tvö armbönd frá sjúkrahúsinu, eitt merkt Carolina og hitt barninu. Daily Mail skýrir frá þessu.
Hluti af samningi Erika við saksóknara er að hún getur ekki áfrýjað dómnum og getur ekki sótt um reynslulausn fyrr en eftir 20 ár.