fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Heldurðu að þú sért með þynnku? Þessi einkenni segja að þú sért með svolítið enn verra

Pressan
Sunnudaginn 2. júní 2024 22:30

Timburmenn geta verið svæsnir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Bankandi höfuðverkur og ógleði eru helstu einkenni þess að þú hafi drukkið aðeins of mikið áfengi en sérfræðingar segja að þetta geti þýtt að þú glímir við miklu alvarlegri hlut en þynnku.

Það er viðbúið að þynnka herji á fólk daginn eftir mikla áfengisneyslu en að sögn HuffPost þá segja sérfræðingar að það sé fullt tilefni til að hafa áhyggjur ef þessi einkenni gera vart við sig eftir að þú hefur aðeins drukkið einn eða tvo drykki.

Segja þeir að þá geti þetta verið merki um áfengisóþol. „Í raun, þá er áfengisóþol annar hlutur en ofnæmi fyrir áfengi,“ sagði Jeffrey Factor, ofnæmislæknir, í samtali við HuffPost og sagði að hann fái oft svona tilfelli inn á borð til sín.

„Áfengisóþol er mun algengara en ofnæmi fyrir áfengi,“ sagði hann.

Einkenni áfengisóþols eru hitaköst, roði, ofsakláði, versnandi astma, stíflað nef, ógleði, uppköst og lágur blóðþrýstingur.

Áfengisóþol á venjulega rætur að rekja til þess að líkaminn getur ekki brotið eiturefnin í alkóhóli niður. Þetta er oftast arfgengt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 5 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi