fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Fundu plánetu nærri jörðinni – Hugsanlega hæf til búsetu fyrir fólk

Pressan
Sunnudaginn 2. júní 2024 18:30

Teikning listamanns af útsýninu frá Gliese 12b. Mynd:NASA/JPL-Caltech/R. Hurt (Caltech-IPAC)

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breskir vísindamenn hafa fundið plánetu, ekki svo fjarri jörðinni, þar sem er hugsanlegt að fólk gæti lifað.

Plánetan heitir Gliese 12b og er hitinn á henni um 42 gráður en það þýðir að þar getur líf hugsanlega þrifist. Sky News segir að plánetan sé meðal fárra, sem vitað er um, þar sem fólk gæti fræðilega séð lifað.

Larissa Palethorpe, hjá Edinborgarháskóla, sagði í samtali við Sky News að það yrði óþægilegt fyrir fólk að búa á plánetunni en þegar rætt sé um „búsetuhæfa“ plánetu sé miðað við að fljótandi vatn sé á yfirborðinu og það geti verið svo í þessu tilfelli.

Palethorpe og samstarfsfólk hennar um allan heim, notaði A Transiting Exoplanet Survey gervihnött NASA til að finna plánetuna. Það tók innan við ár að reikna út stærð hennar, hitastigið á henni og hreyfingar hennar.

Palethorpe sagði að það sér virkilega erfitt að finna litlar plánetur en vísindamenn vilji vita meira plánetur, á stærð við jörðina, til öðlast skilning á hversu margar slíkar plánetur eru hugsanlega í alheiminum. Það að hafa fundið eina svona nærri jörðinni sé mjög spennandi, því það veiti vísindamönnum tækifæri til að gera rannsóknir á lofthjúpnum og læra þannig meira um hana.

Það er þó ekki hægt að skella sér í helgarferð til Gliese 12b þótt hún sé ekki svo fjarri jörðinni á mælikvarða alheimsins. Hún er í 40 ljósára fjarlægð sem þýðir að ef við sendum hraðskreiðasta geimfar okkar af stað þangað, þá kemst það á áfangastað eftir 300.000 ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“

Benjamin Netanyahu í vitnastúkunni í eigin spillingarmáli – „Ég hef beðið þessarar stundar í átta ár“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar

Morðið á moldríka forstjóranum – Lögregla birtir nýjar myndir, fjölmiðlar misskildu borgarstjóra og Monopoly-seðlar vekja upp spurningar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi