fbpx
Sunnudagur 15.desember 2024
Pressan

Uppgötvuðu einstakan lofthjúp á „Helvítisplánetu“

Pressan
Laugardaginn 1. júní 2024 21:30

Teikning listamanns af 55 Cancri. Mynd:NASA Jet Propulsion Lab

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Með aðstoð James Webb geimsjónaukans uppgötvuðu vísindamenn einstakan lofthjúp á plánetunni 55 Cancri e. Þetta er steinpláneta og er uppgötvunin besta sönnunin til þessa um lofthjúp um slíka plánetu, aðra en jörðina.

Lofthjúpurinn inniheldur mikið kolvetni. Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature, kemur fram að plánetan „ofur-jörð“ en þvermál hennar er tvöfalt meira en þvermál jarðarinnar.  Braut hennar liggur mjög nálægt stjörnunni en hún er aðeins 4% fjarlægðinni á milli Merkúrs og sólarinnar okkar.

Yfirborð plánetunnar er líklega þakið fljótandi kviku og lofthitinn er svo hár að hann getur brætt járn.

Allt frá því að plánetan fannst 2004 hafa vísindamenn furðað sig ýmsu varðandi hana. Þar á meðal braut hennar, þéttleika og ekki síst lofthjúpnum. Vísindamenn vissu ekki hvort hún gæti verið með lofthjúp en sumir töldu að það væri of heitt á plánetunni til að hún gæti verið með lofthjúp og þess utan sé hún of nálægt stjörnunni sinni.

En ný gögn frá James Webb geimsjónaukanum benda til að plánetan sé umlukin lagi af gasi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður

Musk segir að heimilisleysi sé ekkert annað en lygar og áróður
Pressan
Fyrir 2 dögum

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn

Leikkona lést þegar hún tók þátt í hreinsunarathöfn
Pressan
Fyrir 4 dögum

Tik-Tok-maðurinn dæmdur

Tik-Tok-maðurinn dæmdur
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu