Lofthjúpurinn inniheldur mikið kolvetni. Í rannsókninni, sem hefur verið birt í vísindaritinu Nature, kemur fram að plánetan „ofur-jörð“ en þvermál hennar er tvöfalt meira en þvermál jarðarinnar. Braut hennar liggur mjög nálægt stjörnunni en hún er aðeins 4% fjarlægðinni á milli Merkúrs og sólarinnar okkar.
Yfirborð plánetunnar er líklega þakið fljótandi kviku og lofthitinn er svo hár að hann getur brætt járn.
Allt frá því að plánetan fannst 2004 hafa vísindamenn furðað sig ýmsu varðandi hana. Þar á meðal braut hennar, þéttleika og ekki síst lofthjúpnum. Vísindamenn vissu ekki hvort hún gæti verið með lofthjúp en sumir töldu að það væri of heitt á plánetunni til að hún gæti verið með lofthjúp og þess utan sé hún of nálægt stjörnunni sinni.
En ný gögn frá James Webb geimsjónaukanum benda til að plánetan sé umlukin lagi af gasi.