Nú hafa yfirvöld í Marbella, sem er við suðurströnd Spánar, sett nýjar reglur sem beinast að ferðamönnum. Nú mega þeir til dæmis ekki lengur pissa í sjóinn en heimafólk er löngu orðið þreytt á slíkri háttsemi.
Marbella24horas skýrir frá þessu og segir að ef fólk er gripið glóðvolgt við að pissa í sjóinn fái það sekt upp á allt að 750 evrur.
En ekki kemur fram hvernig yfirvöld hyggjast framfylgja þessu banni.
Marbella er ekki fyrsti spænski bærinn þar sem regla af þessu tagi er sett því yfirvöld í San Pedro del Pintar gerðu það sama 2017 og 2022 fylgdu bæjaryfirföld í Vigo á eftir með samskonar bann.