Árásin átti sér stað á útifundi sem samtökin The Citizens’ Movement Pax Europa (þ. Bürgerbewegung Pax Europa, BPE) stóðu fyrir en umrædd samtök berjast gegn íslamsvæðingu í Evrópu. Varð atvikið þegar einn af skipuleggjendunum, Michael Stuerzenberger, hélt erindi á fundinum.
Á myndbandi sést þegar svartklæddur maður ræðst að manni, Stuerzenberger að talið er, með hníf og reynir að stinga hann.
Aðrir vegfarendur reyndu að koma honum til bjargar en árásarmanninum tókst að rífa sig lausan og ráðast aftur að Stuerzenberger. Hann réðst svo aftan að lögregluþjóni með hníf rétt áður en hann var skotinn af lögreglumönnum sem komu á vettvang.
Ekki eru komnar upplýsingar um slys á fólki eftir uppákomuna í morgun.