fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
Pressan

Hvetja almenning til að eiga þriggja daga birgðir af dósamat og vatni

Pressan
Föstudaginn 31. maí 2024 04:15

Fólk er hvatt til að eiga vatn á flöskum. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dósamatur, vatnsflöskur og handknúið útvarp og vasaljós er meðal þess sem bresk yfirvöld ráðleggja landsmönnum að eiga. Er þetta liður í að hvetja almenning til að undirbúa sig undir neyðarástand.

Sky News segir að Oliver Dowden, varaforsætisráðherra, hafi nýlega kynnt nýja heimasíðu til sögunnar en henni er ætlað að leiðbeina fólki um hvernig það getur búið sig undir margvíslegt hættuástand, til dæmis flóð, rafmagnsleysi og heimsfaraldur.

Á vefsíðunni er fólk hvatt til að birgja sig upp af vatni á flöskum og er miðað við þrjá lítra á mann á degi hverjum sem lágmark. Þó er mælt með tíu lítrum á mann daglega til að tryggja meiri þægindi hvað varðar eldamennsku og þrif. Er fólk hvatt til að eiga birgðir til þriggja daga.

Fólk er einnig hvatt til að eiga mat sem „ekki þarf að elda“, til dæmis dósamat, grænmeti og ávexti, einnig barnamat og gæludýrafóður ef þörf krefur.

Á vefsíðunni kemur fram að einnig sé rétt að eiga dósaopnara og rafhlöður eða handknúið vasaljós og útvarp, blautþurrkur og skyndihjálparkassa.

Dowden sagði að þetta væri hugsað sem skynsamleg öryggisráðstöfun en ekki hvatning til að hamstra. Hann sagði að á vefsíðunni sé boðið upp á gagnlegar upplýisngar fyrir heimilin um hvernig þau geta undirbúið sig undir þær hættur sem taldar eru upp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna

25 mafíósar handteknir – Þar á meðal nunna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu

Vísindamenn hafa uppgötvað raunverulegu ástæðuna fyrir að konur gera sér upp fullnægingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“

Stefnulýsing Mangione birt – „Ég biðst afsökunar á þeim erfiðleikum og þjáningum sem ég hef valdið en þetta þurfti að gerast“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu

Fann bróður sinn eftir 25 ára aðskilnað – Nú hefur sagan tekið óvænta og ljóta stefnu
Pressan
Fyrir 3 dögum

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“

Afbrotafræðinemi myrti hugsanlega konu til að „sjá hvernig það væri“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“

Lét mömmu sína hringja í þingmenn svo hann geti orðið varnarmálaráðherra – „Hann hljóp heim og klagaði í mömmu“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“

Katie Holmes svarar orðrómunum – „Algjör vitleysa“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi

Vinna í kappi við tímann við að bjarga þúsundum úr sýrlensku neðanjarðarfangelsi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi

Lokkuð í frí af „kærastanum“ – Var upphafið að hryllingi