Atvikið varð á Schiphol-flugvelli í Amsterdam í gær en vélin sem um ræðir var á leið til Danmerkur. Var vélin að gera sig reiðubúna fyrir flugtak þegar atvikið varð. Rannsókn stendur yfir en ekki liggur fyrir hvort um sorglegt slys eða sjálfsvíg hafi verið að ræða.
Þá liggur ekki fyrir hvort maðurinn hafi verið starfsmaður á flugvellinum þó margt bendi til þess, samkvæmt hollenskum fjölmiðlum. Í yfirlýsingu Schiphol-flugvallar kemur fram að hugur starfsmanna sé hjá aðstandendum mannsins og þá verði haldið utan um þá farþega og starfsmenn flugvallarins sem urðu vitni að atvikinu.