Það er auðvitað dásamlegt að þurrka sér með mjúku og hreinu handklæði eftir heitt og gott bað eða sturtu. En spurningin er: Hversu hreint er handklæðið þitt í raun og hversu hrein(n) ert þú eftir að hafa notað það.
Reynolds segir að hengja eigi handklæði til þerris um leið og búið er að nota þau. Hvað varðar hversu oft á að þvo þau segir hún að þegar búið er að nota þau þrisvar sinnum eigi að þvo þau.
Reynolds segir að bakteríur og myglusveppur hreiðri strax um sig í handklæðum þegar þau eru blaut en sá vöxtur stöðvist eftir því sem handklæðin þorna.