fbpx
Sunnudagur 16.júní 2024
Pressan

Fyrrum ráðherra sótti um hæli í Sviss – Fékk 20 ára fangelsisdóm í staðinn

Pressan
Fimmtudaginn 23. maí 2024 07:00

Zurich er stærsta borg Sviss en Sonko mun eyða næstu 20 árunum í fangelsi þar í landi.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sjö árum eftir að Yahya Jammeh, einræðisherra í Gambíu, var hrakinn frá völdum eftir 22 ára setu á forsetastóli,  dæmdi svissneskur dómstóll innanríkisráðherrann í stjórn hans í 20 ára fangelsi fyrir glæpi gegn mannkyninu.

Ráðherrann fyrrverandi, sem heitir Ousman Sonko, sótti um hæli í Sviss en þess í stað þarf hann að eyða næstu 20 árum í þarlendu fangelsi. Hann var meðal annars sakfelldur fyrir að hafa tekið þátt í ofsóknum gegn andstæðingum forsetans fyrrverandi og fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir ofbeldisverk sem voru framin af pólitískum ástæðum.

Í stjórnartíð Jammehs hurfu gagnrýnendur hans sporlaust, margir voru fangelsaðir án þess að réttað væri yfir þeim, fangar voru pyntaðir, heimasíðum, sem gagnrýndu stjórnvöld, var lokað og fjölmiðlum var fyrirvaralaust gert að hætta starfsemi.

En það voru ekki bara pólitískir andstæðingar forsetans, blaðamenn og baráttufólk fyrir mannréttindum sem sætti ofsóknum. Í huga forsetans var samkynhneigð meðal þriggja stærstu ógnanna við mannkynið og hann taldi réttast að hálshöggva allt samkynhneigt fólk.

Jammeh var hrakinn frá völdum 2017 eftir að hann neitaði að viðurkenna ósigur í kosningum en þá bar Adama Barrow, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, sigurorð af honum. Barrow varð að sverja embættiseiðinn í nágrannaríkinu Senegal því Jammeh ríghélt í völdin og sagðist reiðubúinn til að „stýra þessu landi í einn milljarð ára“.

Það var ekki fyrr en herlið frá Senegal, Nígeríu og Gana réðust inn í Gambíu að Jammeh gafst upp og flúði land.

Sonko var innanríkisráðherra hans frá 2006 til 2016 en þá var honum vikið úr embætti. Hann hélt til Sviss og sótti um hæli. Tveimur mánuðum eftir komuna þangað var hann handtekinn og ákærður fyrir afbrot framin í Gambíu.

Hann var sakfelldur fyrir morð, pyntingar og að hafa varpað fólki í fangelsi án þess að réttað væri yfir því.

Réttarhöldin hófust í janúar og dómur var kveðinn upp í síðustu viku. Sonko getur áfrýjað niðurstöðunni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?

Dularfullt andlát lögreglumanns vekur upp spurningar – Drap kærastan hann eða er lögreglan að hylma yfir með sínum eigin?
Pressan
Í gær

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys

Sátu í makindum úti í garði þegar þau heyrðu mikil óhljóð – Heppin að ekki varð stórslys
Pressan
Fyrir 3 dögum

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður

Meiri upplýsingar um 12 ára morðingjann líta dagsins ljós – Sagður snarruglaður
Pressan
Fyrir 4 dögum

Drepinn í gærkvöldi

Drepinn í gærkvöldi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Fékk bréf frá manninum sem myrti foreldra hennar fyrir 28 árum

Fékk bréf frá manninum sem myrti foreldra hennar fyrir 28 árum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Maðurinn sem tók viðtal við Rex Heuermann stígur fram – „Þetta er frekar hrollvekjandi, vægast sagt“

Maðurinn sem tók viðtal við Rex Heuermann stígur fram – „Þetta er frekar hrollvekjandi, vægast sagt“