Niðurstöður nýrrar rannsóknar benda til að venjur karlmanna stuðli að meiri losun CO2. En þá vaknar spurningin um af hverju kjöt er sérstaklega tengt körlum?
Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var gerð af bandarísku veitingastaðakeðjunni TGI Fridays, sýna að matur skiptir miklu máli fyrir hvernig við lítum á okkur sjálf og aðra. Og þetta getur verið hindrun í vegi fyrir því að gera samfélagið grænna, það er að segja neyslumynstur okkar.
Niðurstöður sænskrar rannsóknar frá 2021 sýndu að karlar valda 16% meiri losun á CO2 en konur. Ástæðan var ekki að karlarnir, sem tóku þátt í rannsókninni, eyddu meiri peningum eða keyptu fleiri vörur, heldur af því að þeir eyddu 70% meira en konur í mengunarvalda á borð við bensín og flugferðir.
Matarvenjur reyndust ekki skipta miklu máli miðað við niðurstöður sænsku rannsóknarinnar. Í raun var losunin jafn mikil hjá kynjunum þegar miðað var við matarvenjurnar. Skipti þá engu að karlarnir borðuðu meira kjöt því konurnar neyttu meira af mjólkurvörum.