Hald var lagt á 1,8 tonn af metamfetamíni. Sinola eiturlyfjahringurinn notaði bíla til að flytja fíkniefni frá Spáni til annarra Evrópuríkja og voru bílarnir með sérútbúnum hólfum í undirvagninum þar sem fíkniefnin voru falin.
Sky News skýrir frá þessu og segir að áður en lögreglan lét til skara skríða hafi margir lögreglumenn efast um að eiturlyfjahringurinn væri búinn að koma sér upp starfsstöð á Spáni.
Enn mexíkóskur ríkisborgari var handtekinn, þrír spænskir og einn rúmenskur.